Ábyrgðarmenn rafveitna

Í því skyni að tryggja öryggi raforkuvirkja og rekstur þeirra sem frekast er unnt skulu ábyrgðarmenn raforkuvirkja rafveitna, samkvæmt ákvörðun ráðherra, koma upp öryggisstjórnunarkerfi með virkjum. Í öryggisstjórnunarkerfi rafveitna skal skilgreina m.a. skipulag, ábyrgðarskiptingu, skráningu virkja, eftirlit virkja og ákvæði um innri úttektir.