Landsbyggðarlán

HMS veitir einstaklingum lán til byggingar hagkvæmra íbúða á svæðum þar sem erfitt reynist að fá fjármögnun til byggingar á íbúðarhúsnæði eða vaxtakjör eru mun hærri en á virkari markaðssvæðum.

Markmið landsbyggðarlána er að koma til móts við það misvægi sem ríkir á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs á hluta landsins, ásamt því að tryggja aðgengi að fjármagni á sambærilegum kjörum og er í boði á virkari markaðssvæðum. 

 

Heimilt er að fá landsbyggðarlán greidd út eftir framvindu á framkvæmdatíma, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 

  • Umsækjandi skal sýna fram á að hann fái ekki lán hjá öðrum lánastofnunum eða fái einungis lán á verulega hærri kjörum en almennt bjóðast á virkari markaðssvæðum, vegna staðsetningar húsnæðis eða með vísan til markaðsaðstæðna á svæðinu. 
  • Umsækjandi skal sýna fram á að fyrirhuguð bygging sé í samræmi við húsnæðisþörf samkvæmt húsnæðisáætlun viðkomandi sveitarfélags, sem staðfest hefur verið af HMS.
  • Lánstími er allt að 35 ár og skal hvíla á 1. veðrétti viðkomandi eignar.
  • Lán er greitt út þegar  eignin er fullbúin, þó er heimilt að greiða út hluta láns á framkvæmdatíma enda sýni lántaki fram á að hann fái ekki nauðsynlega framkvæmdafjármögnun hjá öðrum lánastofnunum eða fái einungis framkvæmdafjármögnun á verulega hærri kjörum en  almennt bjóðast á virkari markaðssvæðum, vegna staðsetningar húsnæðis eða með vísan til  markaðsaðstæðna á svæðinu. Skulu lán þá greidd út í áföngum eftir framvindu  framkvæmdar.   Ef lán er veitt á framkvæmdatíma skal lánveitingin bundin því skilyrði að stöðvist  framkvæmdir eða framkvæmdaraðili lýkur ekki við framkvæmd geti lánveitandi  leyst  til sín verkefnið.

Smelltu til að sækja um landsbyggðarlán

Smelltu til að sækja um landsbyggðarlán