Velta vel fyrir sér hvort virkilega sé nauðsynlegt að fara í framkvæmdirnar; umhverfisvænasta byggingin er sú sem ekki er reist! Byggja minni einingar. Nota byggingarefni sem þegar er til heima / hjá fyrirtækinu / hjá stofnuninni. Kaupa rétt magn af byggingarefni. Kaupa umhverfisvottaða málningu, parket, teppi, flísar, pallaefni, timbur og fleiri byggingarvörur (t.d. Svansvottað eða með Evrópublóminu). Kaupa byggingarefni úr endurunni efni. Kaupa notað byggingarefni, til dæmis á Efnismiðlun Góða hirðisins á Sævarhöfða eða á Facebook síðunni „Byggingarefni til sölu/óskast“. Í stað þess að kaupa ný tól og tæki er hægt að: Leigja þau hjá áhaldaleigum stærstu byggingarvöruverslananna og/eða Munasafni RVK Tool Library. Fá þau lánuð hjá nágrannanum, vinum eða fjölskyldu. Kaupa þau notuð til dæmis á sölusíðum samfélagsmiðla

Nánar

Velta vel fyrir sér hvort virkilega sé nauðsynlegt að fara í framkvæmdirnar; umhverfisvænasta byggingin er sú sem ekki er reist! Byggja minni einingar. Nota byggingarefni sem þegar er til heima / hjá fyrirtækinu / hjá stofnuninni. Kaupa rétt magn af byggingarefni. Kaupa umhverfisvottaða málningu, parket, teppi, flísar, pallaefni, timbur og fleiri byggingarvörur (t.d. Svansvottað eða með Evrópublóminu). Kaupa byggingarefni úr endurunni efni. Kaupa notað byggingarefni, til dæmis á Efnismiðlun Góða hirðisins á Sævarhöfða eða á Facebook síðunni „Byggingarefni til sölu/óskast“. Í stað þess að kaupa ný tól og tæki er hægt að: Leigja þau hjá áhaldaleigum stærstu byggingarvöruverslananna og/eða Munasafni RVK Tool Library. Fá þau lánuð hjá nágrannanum, vinum eða fjölskyldu. Kaupa þau notuð til dæmis á sölusíðum samfélagsmiðla

Nánar

Ef kaupa þarf ný tól og tæki, þá fjárfesta með nágrannanum, vinum eða fjölskyldu. Til dæmis eru sláttuvélar gjarnan í sameiginlegri eigu nágranna. Flokka vel allan byggingarúrgang á byggingarstað (pappír, bylgjupappír, plast, timbur, málmur, gler, spilliefni og svo framvegis) og skila til næstu móttökustöðvar. Selja eða gefa afgangsbyggingarefni. Sjá til þess að koma spilliefnum til förgunar á móttökustöðvum. Gæta þess að halda byggingu vel við, til að tryggja lengri líftíma hennar. Gera við, í stað þess að kaupa nýtt.

Nánar

Ef kaupa þarf ný tól og tæki, þá fjárfesta með nágrannanum, vinum eða fjölskyldu. Til dæmis eru sláttuvélar gjarnan í sameiginlegri eigu nágranna. Flokka vel allan byggingarúrgang á byggingarstað (pappír, bylgjupappír, plast, timbur, málmur, gler, spilliefni og svo framvegis) og skila til næstu móttökustöðvar. Selja eða gefa afgangsbyggingarefni. Sjá til þess að koma spilliefnum til förgunar á móttökustöðvum. Gæta þess að halda byggingu vel við, til að tryggja lengri líftíma hennar. Gera við, í stað þess að kaupa nýtt.

Nánar