Hverjir geta sótt um stofnframlög?

HMS og sveitarfélögum er heimilt að veita stofnframlög vegna byggingar eða kaupa á almennum íbúðum til:

  • Húsnæðissjálfseignarstofnana.
  • Sveitarfélaga og lögaðila sem eru alfarið í eigu sveitarfélaga.
  • Lögaðila sem voru starfandi við gildistöku laga þessara og uppfylltu skilyrði til að fá lán frá HMS skv. 37 gr. laga um húsnæðismál eins og ákveðið var fyrir gildistöku laga þessara.

Heimilt er með samþykki ráðherra að veita stofnframlög til annarra lögaðila en þeirra sem að ofan greinir ef þeir eru ekki reknir í hagnaðarskyni og það samræmist tilgangi og markmiðum laga þessara. Slíkt samþykki ráðherra skal liggja fyrir þegar sótt er um stofnframlag.

Sækja má um fyrir hönd óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar, en staðfesting sjálfseignarstofnunarskrár þarf að berast áður en til útgreiðslu stofnframlags getur komið. Gerð er krafa um að sá sem sækir um fyrir hönd óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar verði einn af stofnendum hennar.