16. janúar 2026

Yfir 21 þúsund leigusamningar voru skráðir árið 2025

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Gildum leigusamningum í leiguskrá fjölgaði um 6.500 á árinu 2025
  • Um 21.500 leigusamningar voru skráðir árið 2025, eða að meðaltali 1.793 á mánuði
  • Töluvert dró úr 12 mánaða hækkunum á vísitölu leiguverðs árið 2025

Alls voru um 21.517 leigusamningar nýskráðir í leiguskrá HMS árið 2025 og því voru að jafnaði um 1.800 leigusamningar undirritaðir í hverjum mánuði á árinu. Gildum samningum í leiguskrá fjölgaði á árinu, en á sama tíma dró úr hækkunum á leiguverði. Þetta kemur fram upplýsingum sem HMS hefur unnið upp úr leiguskrá nú um miðjan janúar.

Fleiri ný­skrán­ing­ar árið 2025 en 2024

Alls tóku 1.335 nýir leigusamningar gildi í desember á sama tíma og 1.104 samningar féllu úr gildi. Þannig fjölgaði gildum samningum um 231 í desember. Flestir samningar sem tóku gildi í desember vörðuðu leiguíbúðir á höfuðborgarsvæðinu, eða um 958 samningar.

Nýskráningar í leiguskrá HMS voru fleiri árið 2025 heldur en á fyrri árum, en þeir voru 21.517 árið 2025 miðað við 18.403 árið 2024. Gildir samningar í upphafi janúarmánaðar 2026 eru 27.390, en 70 prósent þeirra varða íbúðir sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu.

Hægist á hækk­un leigu­verðs á milli ára

Tólf mánaða taktur vísitölu leiguverðs fór lækkandi á árinu 2025 en markaðsleiga á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 5,6% á milli nóvembermánaða 2024 og 2025.

Á myndinni hér að ofan má sjá 12 mánaða breytingu vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2018. Líkt og myndin sýnir hægði á hækkun vísitölu leiguverðs á milli ára. Tólf mánaða breyting vísitölu leiguverðs var að meðaltali 8,3% á fyrstu 11 mánuðum ársins 2025 en til samanburðar var meðaltalið 12,1% árið 2024.

Leigu­verð­sjá sýn­ir hækk­un á milli mán­aða í des­em­ber

Hægt er að nálgast meðalleigu íbúða í Leiguverðsjá HMS, sem byggir á samningum úr leiguskrá. Þar geta notendur valið landsvæði, sveitarfélag og póstnúmer leigueigna, fjölda herbergja og flatarmál samnings. Einnig geta notendur síað leigusamninga eftir tegund leigusala og eftir því hvort samningar séu tímabundnir eða ekki.

Fermetraverð markaðsleigu á höfuðborgarsvæðinu miðað við 60-90 fermetra leiguhúsnæði í herbergjaflokkum tveggja til fjögurra herbergja var að meðaltali 4.046 kr. í desember samanborið við 3.974 kr. í nóvember. Hafa ber þó í huga að leiguverðsjáin sýnir ekki leiguverð einstakra samninga, einungis meðaltöl. Jafnframt miðast leiguverðsjá við upphafsdag leigusamninga en vísitalan er reiknuð miðað við verðdag þeirra.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS