12. desember 2025
15. desember 2025
Varnir gegn rakaskemmdum
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
HMS hefur endurvakið útgáfu á svonefndum Rb-blöðum, sem eru tækni- og leiðbeiningablöð um mannvirkjagerð. Viðfangsefni Rb-blaða hafa verið fjölbreytt í gegnum tíðina. Í tilefni útgáfu nýrra blaða endurútgefur HMS eldri blöð í lok hvers mánaðar sem tengjast málefnum líðandi stundar.
Rb-blað mánaðarins fjallar í þetta skiptið um varnir gegn rakaskemmdum.
Blaðið var gefið út í mars 2020 og fjallar um algeng rakatjón í byggingum. Koma má í veg fyrir mörg tjón með því að virða tæknileg og byggingareðlisfræðileg viðmið þegar bygging er hönnuð eða reist.
Rb-blað mánaðarins
Að koma í veg fyrir rakaskemmdir og örveruvöxt snýst öðru framar um að grípa til áhrifaríkra ráðstafana til að forðast hækkaðan efnisraka í byggingarhlutum eða hlutfallsraka inniloftsins og að lækka rakastig fljótt ef það hækkar of mikið, svo að rakastig sé aldrei hátt í meira en fáeinar klukkustundir.
Meðal ráðstafana eru:
- Að byggingarraki í steinsteyptum byggingarhlutum, gólfílögn eða flotun, múrhúð o.s.frv. verða að hafa þornað nægilega út áður en innanhúsfrágangur; lagning gólfefnis og klæðninga, innréttinga o.s.frv. fer fram
- Aldrei má setja létta innveggi og/eða innanhúsklæðningar á byggingarhluta sem enn eru of rakir
- Geyma skal efni sem afhent er til byggingarinnar þurrt og setja upp í þurru ástandi. Efni sem er rakt þegar byggt er úr því þornar oft mjög hægt
- Yfirfara þarf þakrennur reglulega
- Yfirfara þarf reglulega kíttisfúgur votrýma og endurnýja án tafar verði vart einhverra galla
Öll útgefin Rb-leiðbeiningarblöð
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS



