14. janúar 2026

Slökkvilið landsins sinntu 651 útköllum á fjórða ársfjórðungi 2025

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Slökkvilið landsins sinntu alls 651 útköllum á fjórða ársfjórðungi 2025. Þar af voru 89 útköll vegna umferðaslysa. Þetta kemur fram í gögnum útkallsskýrslugrunns slökkviliða, sem HMS hefur unnið tölfræðiupplýsingar úr á tímabilinu.

Slökkviliðin sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum þegar kemur að slökkvi- og björgunarþjónustu sveitarfélaga. Með lögbundnum verkefnum má nefna slökkvistarf, reykköfun, björgun á fastklemmdu fólki til dæmis vegna umferðarslysa, auk eldvarnareftirlit og forvarnir. Flest slökkvilið sinna einnig öðrum verkefnum, til dæmis sjúkraflutningum, slökkvitækjaþjónustu og björgunarstörfum.

Á meðal verkefna slökkviliða voru 30 útköll vegna viðvörunarkerfa þar sem ekki reyndist vera eldur og 11 útköll vegna leka af hættulegum efnum.

Aukn­ing í út­köll­um vegna gruns um eld

Á fjórða ársfjórðungi sinntu slökkviliðin 162 útköllum þar sem grunur var um eld og aðstæður skoðaðar nánar. Þetta er aukning frá fyrstu þremur ársfjórðungum 2025, þar sem meðaltal slíkra útkalla var um 130 á ársfjórðungi.

Færri um­ferð­ar­slys sem þarfn­ast að­komu slökkvi­liða

Á fjórða ársfjórðungi 2025 bárust 88 útköll vegna umferðarslysa og slíkum útköllum fækkar á milli ára. Alls voru þau 107 á fjórða ársfjórðungi 2024 og 115 á fjórða ársfjórðungi 2023. Einnig hefur þeim fækkað milli ára eða úr 353 árið 2024 í 297 árið 2025.

Út­köll­um vegna leka hættu­legra efna

Verkefni sem falla undir leka af hættulegum efnum fela í sér viðbragð við atvikum þar sem efnaleki getur valdið hættu fyrir fólk eða umhverfi. Sem dæmi má nefna leka hættulegra gastegunda t.d. ammoníaks af kælikerfum. Við slíkar aðstæður getur verið þörf á sérstökum búnaði, s.s. öndunarbúnaði. Viðbrögð slökkviliða geta falið í sér fyrstu viðbrögð eins og að stoppa leka, hindra frekari dreifingu og annast hreinsun á efnum þegar við á.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS