23. desember 2025
29. desember 2025
Nýtt Rb-leiðbeiningarblað: Steypublað almennt
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Gefið hefur verið út nýtt Rb-leiðbeiningablað sem fjallar almennt um steinsteypu, Steypublað almennt. Í blaðinu er farið í stuttu máli yfir sögu steinsteypu , frá tíma Rómaveldis og upphaf svokölluðu steinsteypualdar á Íslandi. Efnistök blaðsins byggja m.a. á fjölmörgum eldri Rb-leiðbeiningablöðum og sérrita sem fjalla um steinsteypu. Steinsteypa hefur verið ein aðal byggingarvara Íslendinga í hart nær 100 ár og hafa í gegnum tíðina verið gerðar fjölmargar rannsóknir og leiðbeiningar í tenglum við hana.
Í blaðinu er fjallað um þau lykilatriði sem hafa áhrif á gæði, styrk og endingu steypu, t.d. hlutfall vatns og sements (v/s tala) og hlutfall vatns og bindiefna(v/b tala) og hvernig slík hlutföll tengjast eiginleikum steypu. Tekin eru dæmi um byggingarvörur og byggingahluta úr steinsteypu t.d. forsteyptar einingar, algengar múrblöndur og notkun snjall lausna í niðurlögn steypu.
Einnig er undirstrikað hve mikilvægt er að öll meðferð og vinna við steypu sé sem best úr garði gerð til þess að hámarka gæði og styrk hennar á líftíma þess steypta mannvirkis sem hún tilheyrir.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS




