15. janúar 2026
15. janúar 2026
Endurreikningur og hækkun frítekju- og eignamarka húsnæðisbóta
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
HMS vill upplýsa alla umsækjendur um húsnæðisbætur að frítekjumörk hækkuðu frá og með 1. janúar 2026.
Eftir breytingarnar verða frítekjumörkin eftirfarandi miðað við árstekjur:
Hækkun eignamarka
Eignamörkin hækkuðu einnig frá og með 1. janúar 2026:
Nánari upplýsingar um ný frítekju- og eignamörk og uppfærð reiknivél má finna á island.is
Ný tekjuáætlun og endurreikningur húsnæðisbóta
Í kjölfar hækkunar á frítekjumörkunum verður gerður endurreikningur á öllum virkum umsóknum um húsnæðisbætur. Endurreikningurinn byggir á nýjustu tekju- og eignaupplýsingum frá Skattinum og er liður í reglubundnu eftirliti með húsnæðisbótum sem fer fram ársfjórðungslega.
Við endurreikning húsnæðisbóta er gerð ný tekjuáætlun á grundvelli fyrirliggjandi gagna, þar á meðal upplýsinga úr staðgreiðsluskrá Skattsins og annarra forsenda sem hafa áhrif á bótarétt.
Fyrsta greiðsla húsnæðisbóta eftir þessar breytingar verður 30. janúar næstkomandi fyrir janúarmánuð. Umsækjendur munu fá send bréf í næstu viku í pósthólf sitt á island.is um nýja tekjuáætlun. HMS hvetur umsækjendur til að kynna sér niðurstöður vel. Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband með tölvupósti á hms@hms.is eða í síma 440-6400.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS






