Aukið aðgengi að þekkingu í mannvirkjagerð

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Askur – mannvirkjarannsóknasjóður hefur frá árinu 2021 veitt styrki til rannsókna á sviði mannvirkjagerðar. Markmiðið er að efla þekkingu, stuðla að umbótum og hvetja til nýsköpunar til að mæta fjölbreyttum samfélagslegum áskorunum. Mikil áhersla er lögð á að niðurstöður styrktra verkefna nýtist sem best og verði aðgengilegar sem breiðustum hópi.

 

Ein leið til að tryggja miðlun þekkingar er krafan um að styrkþegar Asks skili lokaskýrslu um verkefni sín að lokinni framkvæmd. Skýrslurnar veita innsýn í niðurstöður rannsókna, aðferðir og lærdóm sem getur nýst bæði fagfólki og öðrum sem starfa á sviði mannvirkjagerðar.

 

Lokaskýrslur þeirra verkefna sem teljast lokið eru nú aðgengilegar á heimasíðu Asks, sjá útgefið efni. Þar eru verkefnin flokkuð eftir styrktarári og hvert þeirra hefur sitt eigið upplýsingasvæði. Í mörgum tilfellum má þar einnig finna kynningarefni, tengla á blaðagreinar og annað sem tengist verkefnunum.

 

Með þessu er stigið mikilvægt skref í átt að auknu aðgengi að upplýsingum og þekkingu, sem er forsenda framfara, umbóta og nýsköpunar í mannvirkjagerð til framtíðar.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS