Umhverfisrannsókn á krosslímdum timbureiningum

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Umhverfisrannsókn á krosslímdum timbureiningum

- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Umhverfisrannsókn á krosslímdum timbureiningum

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Umhverfisrannsókn á krosslímdum timbureiningum

- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Eyþór Rafn Þórhallsson, Jón Malmquist Guðmundsson, Dóróthea Gerður Bin Örnólfsdóttir, Ester María Eiríksdóttir, Ingvar Birgisson

Umhverfisrannsókn á krosslímdum timbureiningum

Yfirlit

Umhverfisrannsókn á krosslímdum timbureiningum

Lokaskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð

Umhverfisrannsókn á krosslímdum timbureiningum

Kynning á Nýsköpunarvikunni 2023

Um­hverf­is­rann­sókn á kross­límd­um timbu­r­ein­ing­um

Krosslímdar timbureiningar hafa það orðspor að vera sjálfbær byggingarkostur. Á hinn bóginn hafa vaknað upp spurningar varðandi endingu þeirra. Þær eru útsettari fyrir rakaskemmdum, sem og hönnunarmistökum vegna flókna deila. Timburbyggingar almennt eru líka meira undir smásjánni hjá almenningsálitinu vegna byggingarmistaka en hefðbundnar steinsteyptar byggingar og slæm reynsla getur haft mjög neikvæð áhrif til langtíma við þróun slíkra húsa.

Rannsakað var rakainnihald CLT eininga og frágang þeirra með tilliti til Íslenskra umhverfisaðstæðna. Athugað var hvert kolefnisfótspor CLT-eininga sé og jafnframt er skoðað hvernig íslenskar trjáafurðir henti í burðarviði.

Verkefnið var liður í samstarfsverkefni í Evrópu : COST Action „Holistic design of taller timber buildings“ (HELEN) CA20139.

Framlag Íslands var að greina krosslímdar byggingar hér á landi og sjá hvernig þær reyndust miðað við umhverfisaðstæður á Íslandi.