Híbýlaauður

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Híbýlaauður

- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Híbýlaauður

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Híbýlaauður

- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Anna María Bogadóttir, Úrbanistan, 2022

Híbýlaauður

Híbýlaauður

Lokaskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð

Híbýlaauður

Nánar um verkefnið

Hí­býla­auð­ur

Híbýlaauður er þverfaglegt rannsóknar-, útgáfu og viðburðaverkefni á sviði íbúðarannsókna með sérstaka áherslu á fjölbýlishús. Verkefnið spinnur út frá arkitektónískum rannsóknum og varpar ljósi á að lýðheilsu- og umhverfisáskoranir samtímans kalla sem aldrei fyrr á gæði í hönnun, skipulagi og vistvæna nálgun í íbúðauppbyggingu. Markmið Híbýlaauðs er að miðla rannsóknum sínum á aðgengilegan og áhugaverðan hátt og skapa uppbyggilega og upplýsandi umræðu sem miðar að því að efla meðvitund um gæði íbúðahúsnæðis og leiðir til að ýta undir íbúðagæði. Miðlunarþáttur verkefnisins er því mikilvægur og markmiðið að koma arkitektónískum gæðum á dagskrá húsnæðismála með því að virkja raddir og fagþekkingu arkitekta og hönnuða í umræðu um húsnæðismál í samtali við ákvörðunarhafa og almenning.

Um Hí­býla­auð

Híbýlaauður hefur starfað frá árinu 2020. Þar kemur saman þverfaglegur hópur sérfræðinga, fagmenn hver á sínu sviði og með reynslu og rannsóknir á sviði íbúðaþróunar og uppbyggingar að baki: Anna María Bogadóttir arkitekt og menningarfræðingur, Ásta Logadóttir doktor í verkfræði, Ásgeir Brynjar Torfason doktor í fjármálum, Elsa Ævarsdóttir innanhússarkitekt, Hildur Gunnarsdóttir arkitekt, Hólmfríður Ó. Jónsdóttir arkitekt, Hrefna Björg Þorsteinsdóttir arkitekt og Snæfríð Þorsteins hönnuður. Híbýlaauður á einnig í virku samtali og samstarfi við fleira fagfólk á ólíkum sviðum og hefur jafnframt notið liðstyrks frá háskólanemum í arkitektúr, hönnun og verkfræði. Híbýlaauður er með heimilisfesti hjá arkitektastofunni Úrbanistan og eigandi Úrbanistan, Anna María Bogadóttir, er ábyrgðaraðili Híbýlaauðs.

Ask­ur - mann­virkja­rann­sókna­sjóð­ur

Vorið 2023 fékk Híbýlaauður styrk úr Aski til miðlun rannsókna. Miðað var að því að afurðir verkefnisins væru settar fram á bókarformi, á stafrænu formi, í blaðagreinum, hlaðvarpi, gegnum samfélagsmiðla auk opinna viðburða.

Með lifandi miðlun og samtali við ákvörðunarhafa og almenning er rannsóknarferli Híbýlaauðs nýtt til þess að auðga og efla skilning og læsi íbúðarýma og efnisgæða og varpa ljósi á samspil regluverks, skipulags og hönnunar íbúða í fjölbýlishúsum annars vegar og daglegt líf, líðan og upplifun íbúa hins vegar. Markmiðið er að brýna fagþekkingu hönnunargreina í því samhengi, miðla henni út á aðgengilegan hátt og setja jafnframt í hagrænt samhengi. Híbýlaauður sækir meðal annars innblástur í þverfaglega útgáfuverkefnið Húsakost og híbýlaprýði og samnefnda bók sem kom út árið 1939. Híbýlaauður áætlar að gefa út bók sem kallast á við bókina Húsakostur og híbýlaprýði. Vinnsla við bók Híbýlaauðs hefur tekið lengri tíma en upphaflega var áætlað, en bókarhandritið og myndstjórn er nú á lokastigum og myndrík útgáfa ásamt viðburðum á áætlun vorið 2026. Samhliða undirbúningi útgáfunnar hefur Híbýlaauður miðlað opinberlega úr rannsóknarverkefninu með fjölbreyttum leiðum.

Híbýlaauður leggur mikla áherslu á aðgengilega og lifandi framsetningu rannsókna sinna. Einn angi af nýstárlegri nálgun Híbýlaauðs á miðlun er að nýta opinber rými til þess að fá rýni og virkt samtal um rannsóknarviðfangsefnið. Vorið 2024 stóð Híbýlaauður m.a. fyrir samtali og sýningu í Hafnarhúsinu á Hönnunarmars undir yfirskriftinni „Viltu búa með mér?”. Á sýningunni var saga íslenskra fjölbýlishúsa í eina öld sett fram í litríkum lego-líkönum af völdum blokkum í Reykjavík. Líkönnum var raðað upp í tímaröð á miðlægri eldhúseyju, og gestum boðið til samtals um það að búa og byggja. Hönnun samtals um húsnæðismál er því einn þráður rannsóknarverkefnisins auk þess að vera leið til þess að miðla. Þá eru greinaskrif, fyrirlestrar, erindi og fjölmiðlaviðtöl hluti af birtingu rannsókna Híbýlaauðs, sem er lifandi vettvangur um húsnæðismál út frá sjónarhóli íbúans.