Tilraunahús FIBRA

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Tilraunahús FIBRA

- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Tilraunahús FIBRA

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Tilraunahús FIBRA

- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Haraldur Ingvarsson, Regin Grímsson, Helga Hinriksdóttir

Tilraunahús FIBRA

Tilraunahús FIBRA

Lokaskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð

Tilraunahús FIBRA

Kynning á Nýsköpunarvikunni 2021

Til­rauna­hús FIBRA

Verið var að endurskoða byggingarefni og aðferðarfræði við húsbyggingar. Með FIBRA verkefninu var gerð bylting í byggingariðnaðinum. Í staðinn fyrir hefðbundin efni, steinsteypu eða timbur sem aðal byggingarefni var ólífrænt efni notað sem er rakavörn, burður með einangrun, myglar ekki og er laust við kuldabrýr og fleiri algeng vandamál byggingariðnaðarins. Til að tryggja hámarks gæði var byggt úr einingum sem gerðar voru innandyra við bestu aðstæður, sem lágmarkar einnig afföll og styttir byggingartíma umtalsvert.

Samanburður á uppbyggingu FIBRA veggs við steyptan vegg sýndi sama magn af steinull notað í báða veggina, en í staðinn fyrir 180 mm af steinsteypu kom 6-8 mm af Modar 860 NT eldtefjandi trefjaplasti frá Ashland cemicals. Það var 95% minni efnisnotkun en með steyptum vegg. Það var auðvelt að auka einangrunargildi FIBRA eininganna, veggur með 300 mm einangrun og U gildi 0,15, án þess að hann verði ofurþykkur. Samsetning eininganna gerði bygginguna einstaklega loftþétta og lausa við kuldabrýr. Þetta hafði einnig áhrif á orkunotkun. Til að tryggja loftgæði og orkunýtingu var notuð Fresh-R loftræstingu, lausn sem hlotið hefur Passive House verðlaunin 2018. Loftgæðum var stjórnað með koltvísýrings- og rakamælum sem tryggði gæði innilofts en með því auk efnisnotkunar var komið í veg fyrir myglu í byggingunni. Fresh-R var með orkuskiptibúnað þannig að heitt inniloftið hitaði ferska loftið með um 80-90% orkunýtingu. Eiginleikar trefjaplastsins minnkuðu viðhald verulega, ekki var þörf á fúavörn eða málningu.

Það má segja að með FIBRA verkefninu hafi mörg vandamál verið leyst samtímis, aðferðin minnkar sóun með einingaframleiðslu, minnkar innflutning vegna minni efnisnotkunnar, minnkar orkunotkun verulega, minnkar sótspor í samanburði við hefðbundið steinhús, minnkar myglu, minnkar viðhaldskostnað verulega og minnkar flutningskostnað vegna þess að einingar eru mjög léttar. Gæði mannvirkjanna eru einnig meiri með því að vinna þau innandyra.