Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Þróun og prófun loftræstikerfis
- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Þróun og prófun loftræstikerfis
- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Jóhannes Loftsson
Þróun og prófun loftræstikerfis
Yfirlit
Þróun og prófun loftræstikerfis
Lokaskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð
Þróun og prófun loftræstikerfis
Kynningarmyndband
Þróun og prófun loftræstikerfis
Markmið verkefnisins var að setja saman andblæs-loftræstisamstæðu sem uppfyllir kröfur um hljóð og nýtni og sannreyna virkni þess í vandaðri sérsmíðaðri prófunaruppsetningu sem verður smíðuð. Búið varr að smíða og þróa helstu samstæðueiningarnar (mótor, blásari) en prófanir á heildstæðu kerfi er vandasamat og þarf meira til.
Rannsóknarspurningin var hvort búnaðurinn uppfylli allar kröfur með tilliti til hljóðs og nýtni. Ef svo var verður í framhaldi verkefnisins hægt að hefja undirbúning framleiðslu og markaðssetningu.
Þróun kerfisins var þegar langt á veg komin, og búið var að þróa flesta íhluti (mótor, blásara) sem fara í kerfið, en eftir var að mæla kerfið í heild sinni m.t.t. hljóðs og nýtni og gera þær lagfæringar á heildstæða kerfinu sem nauðsynlegt var að gera.
Verkefnið er sameinað verkefni tveggja HMS styrkverkefna sem voru sköluð verulega niður. Í þessu minnkaða verkefni var sett markmið að útfæra nýtanlega hönnun og innleiða betrumbætur í kerfið svo það uppfyllti nægjanlega kröfur markaðsins m.t.t. hljóðs og nýtni að hægt væri að fara að undirbúa framleiðslu.



