Þekking á rakaskemmdum í byggingum á norðurslóðum

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Þekking á rakaskemmdum í byggingum á norðurslóðum

- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Þekking á rakaskemmdum í byggingum á norðurslóðum

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Þekking á rakaskemmdum í byggingum á norðurslóðum

- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Dórótea Höeg

Þekking á rakaskemmdum í byggingum á norðurslóðum

Þekking á rakaskemmdum í byggingum á norðurslóðum

Lokaskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð

Þekking á rakaskemmdum í byggingum á norðurslóðum

Greinin er birt í Multiphysics and Multiscale Building Physics

Þekking á rakaskemmdum í byggingum á norðurslóðum

Kynning á verkefninu (mínúta 24:01)

Þekk­ing á raka­skemmd­um í bygg­ing­um á norð­ur­slóð­um

Markmið verkefnisins var að safna, rýna og draga saman helstu niðurstöður úr rannsóknum á sviði rakaskemmda í byggingum á norðurslóðum. Leitast var við að svara spurningunni: ”Hver er staða þekkingar á rakaskemmdum í byggingum á norðurslóðum?” Fyrri hluti verkefnisins fólst í að finna, rýna og greina niðurstöður úr rannsóknum sem gerðar hafa verið á sviði raka- og varmafræði (e. hygrothermal analysis) í byggingarhlutum með sérstakri áherslu á aðstæður svipaðar þeim íslensku. Seinni hluti verkefnisins fólst í að draga saman niðurstöðurnar, flokka þær og setja fram samantekt þar sem gerð var grein fyrir þeirri þekkingu sem hefur aflast en einnig bent á hvar vantaði niðurstöður, þær ófullnægjandi eða illheimfæranlegar fyrir íslenskar aðstæður. Verkefnið afmarkaðist af byggingum á norðurslóðum og voru rannsóknir sem gerðar hafa verið á Íslandi, Norðurlöndunum, Grænlandi og Kanada rýndar. Megináhersla var á niðurstöður raka- og varmafræðilegra mælinga og greininga. Auk þess var áhersla á rakaskemmdirnar sjálfar, hvað orsakaði þær, hvernig mátti greina þær, en ekki afleiðingar þeirra á heilsufar notenda.