Rúststeinar

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Rúststeinar

- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Rúststeinar

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Rúststeinar

- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Adrian Freyr Rodriguez, Narfi Þorsteinsson

Rúststeinar

Rúststeinar

Lokaskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð

Rúststeinar

Á vefsíðunni narfi.is má finna frekari kynningu á verkefninu

Rúststeinar

Myndband af rúststeini

Rúststeinar

Kynning á Nýsköpunarvikunni 2022

Rúststeinar

Kynning á ráðstefnunni CIRCON: Hringrás í byggingariðnaði: erum við tilbúin í stökkið? 2023

Rúststeinar

Viðtal í Kastljósi (RÚV) 2023

Rúst­stein­ar

„Rúststeinar“ eru múrsteinar gerðir úr rústum húsa. Verkefnið er listræn túlkun á rannsóknarverkefni á steinsteypu sem unnið var að við MA Design í LHÍ árið 2021. Sú rannsókn var þrengd niður í múrbrotsúrgang sem fellur til í byggingariðnaðinum.

Annars vegar sneri verkefnið að því að framleiða Rúststeina og hlaða úr þeim skúlptúr og hins vegar að því að skoða frekari möguleika á endurnýtingu þeirra. Hugmyndin var að byrja á að safna einu stóru múrbroti úr hverju steinsteyptu húsi á höfuðborgarsvæðinu sem átti að rífa á næstu árum. Úr múrbrotunum voru útbúnir einskonar múrsteinar með því að saga fimm hliðar þeirra í rétta stærð (20x20x40 cm) en brotsárið var skilið eftir á þeirri sjöttu. Hvert brot var skráð með byggingarári, götuheiti og dagsetningu niðurrifs.

Rúststeinunum var svo hlaðið upp í vegg eða veggi þar sem brotsárið sást öðru megin en mismunandi blæbrigði í sléttri sagaðri steypunni hinum megin. Fyrirhugað var að mörg hús verði rifin, t.d. með tilkomu nýs hverfis á Höfða. Hugmyndafræðilegri nálgun verkefnisins var ætlað að hvetja til samtals og samvinnu um efnissóun í byggingariðnaðinum. Verkið var sagnfræðileg skrásetning borgarinnar í formi skúlptúrs sem óvíst var hvenær klárast. Strax á nýju ári var hafist handa við að leita að varanlegri staðsetningu fyrir verkið og kom til greina að gera það í samstarf við Reykjavíkurborg og/eða einkaaðila. Mestu máli skipti að verkið hafi fengið stað þar sem það nýtur sín og eigi möguleika á að stækka með tímanum. Samhliða framleiðslu Rúststeinananna skapaðist tækifæri til frekari prófanna með efnið svo sem í innréttingar á borð við borðplötur, í eldhús, flísar á gólf, garðhúsgögn sem og önnur húsgögn. Vert var að skoða hvort Rúststeinarnir gætu virkað sem klæðning húsa. Áður en hús eru rifin niður mætti endurnýta heila steinsteypta veggi og koma þannig í veg fyrir að efnið verði að múrbrotum.