2023
Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
2023
Rannsókn og greining á stöðu mála varðandi frágang votrýma Íslandi
- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Rannsókn og greining á stöðu mála varðandi frágang votrýma Íslandi
- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Björn Ágúst Björnsson, Ólafur Ásgeirsson, Sintef Noregi, Arnar Árnason, Karen Ósk Nielsen, Ragnar Ómarsson
Rannsókn og greining á stöðu mála varðandi frágang votrýma Íslandi
Yfirlit
Rannsókn og greining á stöðu mála varðandi frágang votrýma Íslandi
Lokaskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð
Rannsókn og greining á stöðu mála varðandi frágang votrýma Íslandi
Markmiðið var að geta að endingu lagt fram full skapað námskeið sem myndi nýtast byggingaraðilum þverfaglega. Megin ástæður verkefnisins var að almenn umræða meðal byggingarmanna var að ekki nokkur hvati væri til að sækja sér þekkingu hjá færum aðilum um hvernig unnið væri við frágang votrýma. Vissulega voru til í útgáfu HMS fimm RB blöð um frágang votrýma og í reynd margt gott sem þar kom fram en var að mestu almennt orðað og eingöngu ætlað sem hjálpargögn. Hugmyndin var að megninu til að afla á ýtarlegan hátt allra gagna um stöðu þessara mála á Íslandi og þá var ætlunin í megin dráttum þessi:
1) að kalla eftir þeim upplýsingum sem tryggingarfélög voru tilbúin að láta af hendi varðandi umfang tjóna sem rekja mætti beint til rangs frágangs votrýma, greina þessi gögn og gera sérstaka skýrslu um niðurstöðuna.
2) að kalla eftir gögnum frá Dómstólasýslunni varðandi tjón og ágreining sem sannarlega hafði ratað til dómstóla, varðandi votrými og frágang þeirra.
Ætlunin var þá að ná að greina í heild bein tjónamál og svo þau mál sem dómstólar höfðu fjallað um. Við leit hafði umsækjandi hnotið um hinar ýmsu greiningar og t.d. hafði hið svokallaða Vatnsbandalag fjallað um votrými en engin heildagreining virtist vera til. Ætlunin var að við lok þeirrar vinnu sem stefnt var að ná með þessum styrk, lægi fyrir nákvæm greining á helstu ástæðum tjóna sem tengdust votrýmum. Hugmyndin var þá að geta með tryggum hætti lagt upp námskeið sem yrði bein krafa að sækja og uppfæra með reglulegum hætti í líkingu við alsendis óskilda atvinnugrein, t.d. atvinnubílstjóra. Í lok námskeiðs fékk þátttakandi sem staðist hafði próf, réttindi til að vinna við frágang votrýma og þá þverfaglega á allar þær faggreinar sem komu að slíkri vinnu. Með þessu móti myndu allir aðilar vinna eftir sömu forskrift og lágmarka með öllum ráðum möguleg tjón í framtíðinni.



