Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Rakaskemmdir og slagregn á höfuðborgarsvæðinu
- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Rakaskemmdir og slagregn á höfuðborgarsvæðinu
- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Einar Sveinbjörnsson, Veðurvaktin
Rakaskemmdir og slagregn á höfuðborgarsvæðinu
Rakaskemmdir og slagregn á höfuðborgarsvæðinu
Lokaskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknarsjóð 2023 (drög)
Rakaskemmdir og slagregn á höfuðborgarsvæðinu
Framgangsskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð 2022
Kynning á verkefninu
Kynningarglærur
Kynning á verkefninu
Kynning á Nýsköpunarvikunni 2023
Rakaskemmdir og slagregn á höfuðborgarsvæðinu
Verkefnið rakaskemmdir og slagregn er rannsókn sem stóð í 3-5 ár. Í umsókn í mannvirkjasjóðinn ASK í desember 2021 kom fram að um grunnrannsókn var að ræða sem miðaði að því að fá fyllri upplýsingar um álag á byggingar af völdum veðurs, einkum úrkomu og vinds. Álag af því tagi tengist oftar en ekki leka á útvegg, gluggum eða þaki og verður til þess að mygla myndist og fáist þrifist.
Til að mæla slagregnsálag við "bestu aðstæður” á höfuðborgarsvæðinu var valin bygging í samstarfi við Búseta efst í Urriðaholti í austurjaðri byggðarinnar. Íbúðarhúsin þar eru berskjölduð hvössum vindi í aðal regn- og óveðursáttum á milli suðurs og austurs.
Hús Búseta var Maríugata 7, en eftir að rannsóknin hófst óskaði Bjarg-íbúðafélag eftir samstarfi um uppsetningu mæla í eins húsi í Maríugötu 5. Verktaki er ÍAV, en félagið ákvað að leggja til fjármuni og aðstoð til verkefnisins, gegn því að mælibúnaði yrði einnig komið fyrir í Maríugötu 5. Við því varð orðið með fjárframlagi sem dreifðist á 3 ár.
Leitað var til Urriðaholts ehf, þróunarfélags hverfisins um stuðning við rannsóknina. Vilyrði fékkst fyrir styrk sem greiddur var þegar rannsóknin var komin vel af stað. Þá var leitað hófana hjá golfklúbbnum Oddi í því skyni að leyfi fengist fyrir veðurstöð á hentugum stað á golfvellinum (Urriðaholtsvelli). Þar voru menn áhugasamir og tóku jafnframt vel í að koma með framlag til rannsóknarinnar í formi jarðvinnu og raffæðingar veðurstöðvarinnar.



