Rakaöryggi bygginga - Námsgögn og kennsla í iðnnámi

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Rakaöryggi bygginga - Námsgögn og kennsla í iðnnámi

- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Rakaöryggi bygginga - Námsgögn og kennsla í iðnnámi

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Rakaöryggi bygginga - Námsgögn og kennsla í iðnnámi

- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Eiríkur Ástvald Magnússon

Rakaöryggi bygginga - Námsgögn og kennsla í iðnnámi

Rakaöryggi bygginga - Námsgögn og kennsla í iðnnámi

Lokaskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð

Raka­ör­yggi bygg­inga - Náms­gögn og kennsla í iðn­námi

Byggingargallar og rakavandamál eru algeng hérlendis. Því til stuðnings má benda á rannsóknir sem að Björn Marteinsson vann fyrir Nýsköpunarmiðstöð um tíðni rakavandamála og umfjöllun í fjölmiðlum, t.d. þáttur Kveiks um byggingargalla. Fyrrum forstöðumaður Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins mat að kostnaður vegna þessara vandamála væru af stærðargráðunni 10 milljarðar á ári. Byggingar skemmast eða grotna í nær 80% tilfella vegna aðkomu raka. Í grófum dráttum má segja að rakavandamál finnist í um 30% nýbygginga og tíðnin hækkar með lífaldri bygginga.

Byggingariðnaður veltir um 200 milljörðum á ári og er einn stærsti og mikilvægasti iðnaður landsins. Afurðin eru húsin okkar, heimili, vinnustaðir, menntastofnanir og opinberar byggingar svo eitthvað sé nefnt. Byggingar eru helsta fjárfesting einstaklinga, fjármagnseigenda og opinberra aðila. Það er mikilvægt að auka rakaöryggi bygginga til þess að auka endingu, lengja líftíma, minnka líftímakostnað og þar með auka sjálfbærni í byggingariðnaði og um leið bæta innivist.

Rakaöryggi er aðferðarfræði sem tryggir og takmarkar rakaskemmdir og rakavandamál í byggingum allt frá hönnun, framkvæmd og að notkun mannvirkis.

Komið hefur fram að orsök vandans sem við stöndum frammi fyrir megi að hluta til rekja til þess að kennsla, menntun og námsgögnum varðandi raka, afleiðingar hans, forvarnir, aðgerðir og rakaöryggi sé ábótavant í iðnnámi. Allar iðngreinar sem tengjast byggingum eiga hlut að máli og hafa snertingu við rakaöryggi.

Talið er að mikill ávinningur væri af því að setja aukna áherslu á rakaöryggi og umfjöllun um hvernig megi fyrirbyggja byggingargalla og rakavandamál í iðnnámi. Með því mætti auka fagþekkingu iðnaðarmanna og fyrirbyggja kostnaðarsöm vandamál. Á sama tíma er hægt að sýna fram á og ýta undir mikilvægi fagmenntunar og hlutverki iðnmeistara í byggingariðnaði.

Undirstaða þess að faglegra vinnubragða og gæða megi vænta við nýbyggingar, endurbætur og viðhald er að allir fagaðilar sem tengjast byggingariðnaði hafi til þess fagmenntun.

Mark­mið verk­efn­is­ins

Markmið verkefnisins var að greina stöðu námsgagna og kennslu í iðnnámi varðandi rakaöryggi og greina þarfir á gerð uppfærðra námsgagna á þessu sviði fyrir íslenskar aðstæður. Verkefnið hafði það að markmiði að meta hver væri þörfin og hvernig var best að setja þau gögn fram sem vantar.