Loftskipti og loftræsting í grunnskólum

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Loftskipti og loftræsting í grunnskólum

- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Loftskipti og loftræsting í grunnskólum

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Loftskipti og loftræsting í grunnskólum

- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, Böðvar Bjarnason, Verkvist

Loftskipti og loftræsting í grunnskólum

Loftskipti og loftræsting í grunnskólum

Lokaskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð

Loftskipti og loftræsting í grunnskólum

Hluti af niðurstöðum er BS verkefni Gríms Snorrasonar frá Háskólanum í Reykjavík

Loft­skipti og loft­ræst­ing í grunn­skól­um

Fjöldi nýlegra rannsókna sýnir að loftgæði í skólastofum hafa afgerandi áhrif á einbeitingu, vellíðan og námsárangur nemenda. Of hátt CO₂ magn og ófullnægjandi loftræsing tengjast verri frammistöðu í prófum, aukinni þreytu, einbeitingarskorti og jafnvel aukinni fjarveru.

Staðan á Íslandi sú að margar skólabyggingar, og þá einkum þær eldri, eru hannaðar án virks loftræstikerfis. Þess í stað er treyst á opnanlega glugga og náttúrulega loftræsingu sem virkar oft illa, sérstaklega í köldu og vindasömu loftslagi þar sem gluggar eru lokaðir mestan hluta ársins. Ný rannsókn á 2444 kennslustofum sýndi að í 81% þeirra var CO₂ styrkur yfir viðmiðunarmörkum (1000 ppm), sem tengdist lakari einbeitingu, höfuðverk og minni námsárangri.

Þó náttúruleg loftræsing geti virkað í hlýjum og rólegum veðurfarsaðstæðum, sýna rannsóknir að það þarf sérstaka hönnun og þá með áherslu á staðsetningu gluggaopnana, loftflæði og skipulag til þess að hún sé árangursrík. Slík hönnun er sjaldgæf eða lítið þekkt í íslenskum skólum. Þar að auki sýna mælingar að jafnvel þegar gluggar eru opnir, nást oft ekki nægileg loftskipti á veturna án þess að skerða til að mynda varmaþægindi.

Síðustu misseri hafa auk þess komið fram víðtækar rakaskemmdir í skólahúsnæði með þeim afleiðingum að loftgæði skerðast. Loftgæði í grunnskólum hérlendis hafa ekki verið rannsökuð að neinu marki og þetta verkefni gefur innsýn í það hvort þörf er á aðgerðum varðandi loftskipti. Loftskipti eða það að skipta fersku útilofti inn fyrir mengaðra inniloft er einn stærsti þáttur í að viðhalda viðunandi inniloftsgæðum í rýmum sem eru í notkun.