Krosslímdar timbureiningar - áhættuþættir - meðhöndlun/leiðbeiningablöð - RB-blað

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Krosslímdar timbureiningar - áhættuþættir - meðhöndlun/leiðbeiningablöð - RB-blað

- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Krosslímdar timbureiningar - áhættuþættir - meðhöndlun/leiðbeiningablöð - RB-blað

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Krosslímdar timbureiningar - áhættuþættir - meðhöndlun/leiðbeiningablöð - RB-blað

- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Gústaf Adolf Hermannsson

Krosslímdar timbureiningar - áhættuþættir - meðhöndlun/leiðbeiningablöð - RB-blað

Krosslímdar timbureiningar - áhættuþættir - meðhöndlun/leiðbeiningablöð - RB-blað

Lokaskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð

Krosslímdar timbureiningar - áhættuþættir - meðhöndlun/leiðbeiningablöð - RB-blað

Meistararitgerð

Krosslímdar timbureiningar - áhættuþættir - meðhöndlun/leiðbeiningablöð - RB-blað

Kynning á Nýsköpunarvikunni 2023

Kross­límd­ar timbu­r­ein­ing­ar - áhættu­þætt­ir - með­höndl­un/leið­bein­inga­blöð - RB-blað

Verkefnið var hugsað í tvennu lagi. Í fyrsta lagi rannsókn á rakaástandi krosslímdra timbureininga á uppsetningartíma og eftir að byggingin er fullkláruð. Mismunandi rakaálag rannsakað og áhættugreining út frá því. Rannsóknarspurningin var hvort verið sé að búa til aðstæður fyrir örveruvöxt eftir að hús er tekið í notkun ef ekki er farið með byggingaefnið eins og viðkvæmt byggingarefni, sem þarfnast sérstakra varna á verktíma? Mismunandi samsetningar eininga voru rýndar og áhættumetnar út frá varma/raka og loftflæði. Liggja erfiðir áhættuþættir eininganna t.d. við steypta gólfplötu eða við votrými ? Hvernig skal leysa það? Unnið var með tillögur að betri lausnum. Einnig voru skoðuð veðurfarsáhrif með tilliti til framtíðar, hvaða áhrif höfðu loftslagsbreytingar á eðli þessara bygginga.

Seinni áfangi verkefnisins var að vinna gögnin áfram, greina hvar lá áhætta þessara húsa á Íslandi miðað við veðurfar og setja saman RB-leiðbeiningablað fyrir krosslímdar einingar miðað við íslenskar aðstæður. Þá hvernig skuli bera sig að í byggingu slíkra húsa svo heilnæmt húsnæði væri tryggt til framtíðar. Vinna greinagóðar verklýsingar fyrir framkvæmdatíma með rakaöryggi í fyrirrúmi. Áhuginn var á þeim stað að rannsaka þessar húsagerðir með tilliti til íslenskra aðstæðna og leggja vigt í að vinna hlutina rétt og fræða byggingariðnaðinn um mikilvægi réttra vinnuaðferða.