2022
Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
2022
Kolefnishlutlaus bygging við íslenskar aðstæður
- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Kolefnishlutlaus bygging við íslenskar aðstæður
- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Elín Þórólfsdóttir, Áróra Árnadóttir, Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Kolefnishlutlaus bygging við íslenskar aðstæður
Kolefnishlutlaus bygging við íslenskar aðstæður
Lokaskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð
Kolefnishlutlaus bygging við íslenskar aðstæður
Verkefnið var aðgerð 5.1.7 í Vegvísi um vistvænni mannvirkjagerð
Kolefnishlutlaus bygging við íslenskar aðstæður
Leiðbeiningar um hvernig hægt er að þróa og útfæra kolefnishlutlausar byggingar við íslenskar aðstæður
Kolefnishlutlaus bygging við íslenskar aðstæðu
Byggingariðnaðurinn er ábyrgur fyrir meira en 40% af þeirri orku sem notuð er og 30% af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Það er því nauðsynlegt að byggingariðnaðurinn dragi úr kolefnislosun með því að hverfa frá hefðbundnum byggingaraðferðum. Það þarf að ýta af stað breytingum innan byggingargeirans og leggja áherslu á orkunýtnar byggingar með lágt kolefnisspor yfir allan líftímann.
Í Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030, á vegum verkefnisins Byggjum Grænni Framtíð, var gert mat á losun frá íslenskum byggingariðnaði í fyrsta hluta verkefnisins. Þar kom í ljós að losun frá Íslenskum byggingariðnaði var hátt í 360 þúsund tonn CO2 ígilda, stærsti hluti losunarinnar var frá notkun byggingarefna, en einnig var töluverð losun frá orkunotkun á byggingar- og rekstrartíma íslenskra bygginga.
Ísland þarf eins og aðrar þjóðir að standast alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum með markvissum samdrætti í losun á næstu árum, og byggingariðnaðurinn er þar ekki undanskilinn. Markmið stjórnvalda eru að ná 55% samdrætti í losun frá notkun byggingarefna, a.m.k 7% í losun frá orkunotkun á rekstrartíma og 70% frá orkunotkun á byggingartíma fyrir 2030.
Að skilgreina kolefnishlutlausa byggingu í íslensku samhengi var ein aðgerð í vegvísinum og þessi vinna var fyrsti hluti í þeirri vinnu.



