2023
Íslenskt timbur - Framþróun í mannvirkjahönnun

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

2023

Íslenskt timbur - Framþróun í mannvirkjahönnun

- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Íslenskt timbur - Framþróun í mannvirkjahönnun

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Íslenskt timbur - Framþróun í mannvirkjahönnun

- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Hlynur Axelsson

Íslenskt timbur - Framþróun í mannvirkjahönnun

Íslenskt timbur - Framþróun í mannvirkjahönnun

Lokaskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð

Íslenskt timbur - Framþróun í mannvirkjahönnun

Vefsíða verkefnisins islenskttimbur.is

Íslenskt timbur - Framþróun í mannvirkjahönnun

Kynning á Nýsköpunarvikunni 2024

Ís­lenskt timb­ur - Fram­þró­un í mann­virkja­hönn­un

Meginmarkmið verkefnisins var að efla notkun og nýtingu á íslensku timbri í hönnun mannvirkja með auknu aðgengi að upplýsingum og samhliða efla hringrásarhagkerfi á íslensku timbri til framtíðar. Jafnframt að stuðla að uppbyggingu á sterkari innviðum til aukinnar og fjölbreyttari framleiðslu á timbri til mannvirkjagerðar þar sem íslenskt timbur var samkeppnishæft innfluttu timbri. Með verkefninu var brúað bil milli mannvirkjahönnuða og framleiðenda úr nytjaskógum hérlendis sem stuðlaði að bindingu kolefnis í trjám og lægra kolefnisspori, aukum við hagvöxt og atvinnusköpun.

Úr rannsókninni var byggður upp miðlægur gagnagrunnur með vefsíðu þar sem finna mátti allar þær upplýsingar sem mannvirkjahönnuðir, íslenskir skógræktendur og framleiðendur þurftu til að vinna saman. Sérstök áhersla var lögð á aðgengilegar upplýsingar um kosti íslensks timburs, sérkenni, endingu, framleiðslugetu hérlendis og notkun til að efla vitundarvakningu.

Meginliðir verkefnisins voru eftirfarandi:
• Kortleggja og greina framleiðslu- og vinnslugetu á íslensku timbri hérlendis í dag og á komandi árum með tilliti til mannvirkjahönnunar og tækifæra í nýsköpun.
• Fara í heimsóknir í skógræktina, til skógabænda og timburframleiðenda til að fá upplýsingar og kortleggja ræktun, framleiðslu og framtíðarplön. Koma á stefnumótun milli mannvirkjahönnuða og timburframleiðenda.
• Skoða hvaða tækifæri og möguleikar myndu skapast á næstu áratugum með nýtingu út mörgum nýjum skógum hér á landi.
• Fræða og upplýsa hönnuði um samkeppnismöguleika, um gæði íslensks timburs og möguleika þess. Að íslenskt timbur væri raunverulega möguleiki í hönnun á mannvirkjum.
• Brúa bilið milli framleiðenda á íslensku timbri og mannvirkjahönnuða með miðlægum gagnagrunni og samstarfsvettvangi (uppsetning á heimasíðu). Markmiðið með heimasíðunni var að mannvirkjahönnuðir og hönnuðir gætu þar nálgast upplýsingar um íslenskt timbur, framleiðendur þess, framtíðarplön og ávinning þess að auka framleiðslu og notkun á íslensku.