Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Icelandic Modular - Sjálfbær og hagnýt íslensk einingarhús
- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Icelandic Modular - Sjálfbær og hagnýt íslensk einingarhús
- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir
Icelandic Modular - Sjálfbær og hagnýt íslensk einingarhús
Icelandic Modular - Sjálfbær og hagnýt íslensk einingarhús
Lokaskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð
Icelandic Modular - Sjálfbær og hagnýt íslensk einingarhús
Er hægt að framleiða hagkvæm íslensk einingahús, sem byggð eru með sjálfbæra nýtingu á íslenskum byggingarefnum að leiðarljósi, eftir hönnun íslenskra arkitekta, sem þekkja íslenskar aðstæður? Geta slík hús verið hagkvæmari en hefðbundin, umhverfisvænni, fljótari í uppsetningu og hentað bæði sem heimili og orlofshús?
Hönnun Icelandic Modular
Við hönnun Icelandic Modular húsanna var ætlunin að nýta og vinna með dagsbirtu, góða rýmiskennd, gott innra skipulag þar sem hver fermetri er nýttur til hins ýtrasta og skjólgóð útisvæði til að auka lífsgæði íbúa. Áhersla var lögð á að framkvæmdartíminn væri styttri og tilkostnaður minni en önnur sambærileg hús sem íbúar fá að njóta.
Markmið
Íslensk einingahús ehf. er fyrirtæki sem hvílir á traustum grunni. Markmiðið var háleitt, en félagið var stofnað utan um hugmynd sem var afrakstur stefnumótunarvinnu hjá Límtré Vírnet (LV) árið 2016. LV á sér langa sögu og hefur þróað margvíslegar lausnir fyrir íslenskan byggingamarkað, en byggt sína framleiðslu að mestu á innfluttu hráefni. Ýmsar smærri tilraunir til að nýta íslensk byggingarefni hafa verið gerðar, en aðstæður hafa ekki leyft miklar rannsóknir og fjárfestingar í þá veru. Stærsti hluthafi LV – Fjárfestingarfélagið Stekkur – hefur haldið þessum draumi á lífi og hugðist fjármagna og byggja einbýlishús í samstarfi við LV, þar sem límtré og steinullareiningar verða helsta byggingarefnið. Aðstæður á húsnæðismarkaði ýttu undir áhuga félagsins á að ráðast í þessa tilraun, enda var ætlunin að bregðast við aukinni húsnæðisþörf, lækka byggingarkostnað og bæta aðgengi almennings að hagkvæmu íbúðahúsnæði. Þá þótti forsvarsmönnum verkefnisins einsýnt, að kolefnisspor nýrra bygginga úr íslensku hráefni væri verulega mikið minna en hefðbundinna, því sementsnotkun væri hverfandi og ekki hefði komið til mengandi flutnings á hráefnum frá öðrum löndum.



