Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Hringrásarhús – leiðarvísir til framtíðar
- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Hringrásarhús – leiðarvísir til framtíðar
- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Oddrún Lilja Birgisdóttir, Valdimar Jónsson
Hringrásarhús – leiðarvísir til framtíðar
Hringrásarhús – leiðarvísir til framtíðar
Lokaskýrsla 1 fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð
Hringrásarhús – leiðarvísir til framtíðar
Lokaskýrsla 2 fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð
Hringrásarhús – leiðarvísir til framtíðar
Byggt umhverfi er ábyrgt fyrir 40% af orkunotkun heimsins og þriðjungi CO2-losunar á heimsvísu. Með vaxandi íbúafjölda í heiminum, sem áætlað er að fjölgi um 2,5 milljarða í þéttbýli árið 2050, og þá staðreynd að enn á eftir að byggja um það bil 60% af því byggða umhverfi sem þarf til að koma til móts við þennan vaxandi íbúafjölda, þá bíður okkur risastór áskorun að takast á við þann veruleika. Við teljum að þetta verkefni geti verið fyrsta skrefið í að sýna fram á möguleika okkar á Íslandi til að takast á við þetta risastóra verkefni. Með því að prófa verkefnið á litlum skala fyrst gerði það okkur kleift að gera tilraunir til að finna bestu lausnirnar en markmið verkefnisins var líka að hægt væri að skala verkefnið upp þannig að það hefði sýnileg áhrif á kolefnisspor mannvirkjagerðar á Íslandi.
Markmið verkefnisins var þríþætt:
- Endurnýting og þróun á byggingarefni úr úrgangi og afgöngum sem féllu til í nærumhverfi verkefnisins eins og að nýta gróðurhús sem stóðu auð og voru í niðurníðslu, afskurð af yleiningaframleiðslu Límtré Vírnets sem var með verksmiðju í nágrenninu, afgangar og afurðir sem falla til hjá Skógrækt Þjórsárdals, en þessir aðilar voru formlegir samstarfsaðilar verkefnisins. Lokamarkmið þessa hluta var að húsið yrði 90% úr endurunnu/nýttu byggingarefni og hefði þau efni fengið þær vottanir sem staðlar, lög og reglugerðir kröfðust.
- Þróun og skráning á verklagi og vinnubrögðum við framkvæmdina. Á þessu stigi sköpuðust ný þekking, nýtt verklag og nýjar lausnir við húsbyggingu. Lokamarkmið þessa hluta var að fagaðilar sem komu að verkefninu þróuðu nýjar aðferðir og efnistök sem nýttust öðrum sem vildu byggja á þennan hátt.
- Rafræn framsetning upplýsinga þar sem afraksturinn var vefsíða með upplýsingum um verkefnið og þá aðferðafræði sem notuð var, hvernig hægt var að nota endurunnið byggingarefni á Íslandi og nýta það sem til fellur í nærumhverfinu. Með þessu var hægt að stuðla að hugarfarsbreytingu hjá almenningi og innan byggingariðnaðarins.



