Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Hringrásarhagkerfi jarðefna - Er hægt að nýta betur uppgrafin efni?
- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Hringrásarhagkerfi jarðefna - Er hægt að nýta betur uppgrafin efni?
- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Nína María Hauksdóttir, Þorbjörg Hólmgeirsdóttir
Hringrásarhagkerfi jarðefna - Er hægt að nýta betur uppgrafin efni?
Hringrásarhagkerfi jarðefna - Er hægt að nýta betur uppgrafin efni?
Lokaskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð
Hringrásarhagkerfi jarðefna - Er hægt að nýta betur uppgrafin efni?
Jarðefni eru mikilvæg auðlind sem nýta þarf með ábyrgum hætti en úr jarðefnum er meðal annars unnið allt steinefni sem notað er til mannvirkjagerðar.
Markmið verkefnisins var að takast á við umhverfis- og samfélagslegar áskoranir með því að skoða nýtingu jarðefnis úr uppgreftri á byggingarsvæðum og að kortleggja möguleika á sjálfbærri nýtingu auðlindarinnar. Í dag fer mikið af þessu efni í landfyllingar hér á landi, óháð því hvort hægt sé að nota það á verðmætari hátt í öðrum verkefnum. Um allan heim er byrjað að nýta efni af þessum uppruna í fjölbreyttari verkefni með hringrásarhagkerfið að leiðarljósi. Spurningin var hvort hægt væri að nýta alls kyns steinefni sem koma úr uppgreftri með ábyrgari hætti en gert var, t.d. með því að nýta sem ómeðhöndlað efni eða blanda því í steypu og múr, og þannig draga úr umhverfisáhrifum við vinnslu nýs hráefnis úr námum. Endurunnin steypa er í auknum mæli notuð í styrktar- og burðarlög vega og stíga víðs vegar í heiminum með góðri raun.
Í náinni framtíð er líklegt að erfiðara verði að finna góðar námur, strangari kröfur verði um efnistöku og að sama skapi verði tekið gjald við alla urðun. Með því að kortleggja stöðuna og meta hvað þurfti að gera til að nýta jarðefni úr uppgreftri betur, er stuðlað beint að möguleikanum á virðisaukandi vinnslu þar sem fjármunir verða búnir til úr efni sem í dag er verðlítið. Á þennan hátt eykst sjálfbærni Íslands. Það er jafnframt mikilvægt að fjárhagslega hagkvæmt sé að skila jarðefni flokkuðu til endurvinnslu fremur en að skila því þannig að það endi í urðun.
Yfirgripsmikil kortlagning á uppgreftri lá ekki fyrir en í dag voru efnin flokkuð sem ómengaður jarðvegur og leyfileg til notkunar í landfyllingar. Nýnæmi verkefnisins f´plst í því að greina nánar magn og gæði jarðefnis svo hægtværi að nýta það í viðeigandi verkefni eftir gæðum, í stað þess að sóa verðmætum. Mikilvægt var að þekkja stöðuna til að eiga möguleika á að gera betur í dag en í gær.
Niðurstöður verkefnisins voru nýttar í þróun á mögulegum tækninýjungum í mannvirkjagerð, t.d. með því að reisa endurvinnslustöðvar sem tóku á móti jarðefnum úr uppgreftri og þannig auka verðmæti og draga úr umhverfisáhrifum vegna námuvinnslu.



