Hámörkun steinefna til að lækka kolefnisspor venjulegrar og vistvænni steypu

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Hámörkun steinefna til að lækka kolefnisspor venjulegrar og vistvænni steypu

- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Hámörkun steinefna til að lækka kolefnisspor venjulegrar og vistvænni steypu

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Hámörkun steinefna til að lækka kolefnisspor venjulegrar og vistvænni steypu

- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Ólafur H. Wallevik, Friad Nadir Hamad

Hámörkun steinefna til að lækka kolefnisspor venjulegrar og vistvænni steypu

Hámörkun steinefna til að lækka kolefnisspor venjulegrar og vistvænni steypu

Lokaskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð

Hámörkun steinefna til að lækka kolefnisspor venjulegrar og vistvænni steypu

Kynning á Nýsköpunarvikunni 2023

Hámörkun steinefna til að lækka kolefnisspor venjulegrar og vistvænni steypu

Grein í Concrete technology um vistvæna steypu

Há­mörk­un stein­efna til að lækka kolefn­is­spor venju­legr­ar og vist­vænni steypu

Markmið verkefnisins var að hanna og þróa, bæði venjulega (C25/30 FX2) og einnig umhverfivænni steinsteypu þar sem kolefnissporið var lækkað verulega með breytingum á kröfum til steinefna (fylliefna), m.a. til að lágmarka innihald þess og breytileika í fríu vatni en minnka sementsinnihald steypunnar að sama skapi, og þar með kolefnisspor hennar. Með þessu móti myndaðist svigrúm til að hámarka gæði fylliefna fyrir hefðbundna framleiðslu og ekki síður fyrir vistvænni steinsteypu sem hafði verulega minna sement/klinker innihald.

Við þróun á vistvænni steypu hafði aðal áherslan hingað til verið að nota pozzolana í stað klinker/sements sem bindiefni, en bindiefnið/sementið gerðu gróflega 11% af rúmmáli steypunnar á meðan steinefnin gerðu 2/3 (ca. 65%) af rúmáli steypunnar. Í þessu verkefni var aðal áherslan lögð á steinefnin til að lækka kolefnisspor (auk þess einnig á fínmalað basaltgler).

Rann­sókn­ar­spurn­ing­in

Rannsóknarspurningin var þessi: Hversu mikið mátti minnka sementsmagn (og þar með kolefnisspor) í steinsteypu með breyttum áherslum í vali og framleiðslu á steinefni fyrir steinsteypu.