2022
Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
2022
Græn skref í byggingariðnaði
- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Græn skref í byggingariðnaði
- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Vala Smáradóttir, Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, Áróra Árnadóttir, Ólafur Ástgeirsson, María Stefánsdóttir, Sveinborg K. Daníelsdóttir
Græn skref í byggingariðnaði
Græn skref í byggingariðnaði
Lokaskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð
Græn skref í byggingariðnaði
Verkefnið er hluti af aðgerð 6.10 í Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð
Græn skref í byggingariðnaði
Kynningarmyndband
Græn skref í byggingariðnaði
Þetta verkefni Laufsins kom til vegna þeirrar alvarlegu stöðu og raunveruleika sem heimurinn stendur frammi fyrir ef baráttan við loftslagsvána er ekki tekin fastari tökum.
Laufið var stafrænn vettvangur þar sem stjórnendur gátu sameinast og hagnýtt sér fjölbreytt verkfæri í baráttunni við loftslagsvána. Mikil vinna við að rannsaka fjölbreytta íslenska fyrirtækjaflóru sýndi fram á mikinn vilja hjá stjórnendum til góðra verka í umhverfismálum, en á sama tíma var mikill skortur á hagnýtri þekkingu og verkfærum fyrir stjórnendur fyrirtækja. Laufið innihélt öflug verkfæri fyrir fyrirtæki og hjálpaði þeim að fylgjast með því hvar þau stóðu með sérhönnuðu mælaborði.
Laufið birti allt sem fyrirtæki voru að gera inni á upplýsingaveitunni laufid.is. Þetta skapaði gagnsæi milli fyrirtækja og viðskiptavina sem gátu fylgst með því hvað fyrirtækin voru að gera.
Þegar Laufið fór fyrst í loftið með betaútgáfu haustið 2022 var aðgerðakerfinu skipt í svokallað Laufakerfi sem voru fimm aðgerðaflokkar með fjölmörgum undiraðgerðum sem Laufið taldi að fyrirtæki ættu að setja í forgrunn. Við þróun á Laufakerfinu voru viðmið vottana eins og Svansins, ISO 14001, Evrópublómsins, Bra Miljöval og Bláa Engilsins rýnd. Einnig voru viðmið flokkunarkerfis ESB, European Commission GPP, Handbók Festu og Heimsmarkmið SÞ skoðuð, svo eitthvað sé nefnt. Græn skref atvinnulífsins voru einnig þróuð með þessum viðmiðum en einnig byggð að stórum hluta á Grænum skrefum í ríkisrekstri sem Umhverfisstofnun hafði rekið síðan 2014. Í gegnum allt þróunarferli Grænna skrefa atvinnulífsins hafði samtalið og samvinna við UST verið mikil og góð.
Síðsumars 2023 varð stór breyting á kerfinu þegar Laufakerfið var fellt undir Græn skref atvinnulífsins og úr urðu enn hagnýtari og hnitmiðaðri aðgerðaskref með UFS (e. ESG) áherslum, en þar voru áherslurnar þrískiptar, umhverfi, félagslegir þættir og stjórnarhættir, og aðgerðir flokkaðar stórar og smáar, stig gefin í samræmi við það og árangur metinn út frá stigagjöfinni.



