Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Gagnagrunnur rakaskemmda, myglu og lausna fyrir íslensk mannvirki - Lokaskýrsla ár 1
- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Gagnagrunnur rakaskemmda, myglu og lausna fyrir íslensk mannvirki - Lokaskýrsla ár 1
- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
GE Lausnir, Gerosion, Gísli Einarsson, Sunna Ólafsdóttir Wallevik, Ólafur H. Wallevik, Kristján F. Alexandersson
Gagnagrunnur rakaskemmda, myglu og lausna fyrir íslensk mannvirki - Lokaskýrsla ár 1
Gagnagrunnur rakaskemmda, myglu og lausna fyrir íslensk mannvirki - Lokaskýrsla ár 1
Lokaskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð
Gagnagrunnur rakaskemmda, myglu og lausna fyrir íslensk mannvirki
Verkefnið gengur út á að hanna og þróa gagnagrunn sem heldur utan um upplýsingar um raka og mygluskemmdir í íslenskum byggingarmannvirkjum. Lagt verður upp með að safna gögnum og skýrslum sem gerðar hafa verið um myglu byggingamannvirkja og greiningu á myglu þeirra. Gagnagrunnurinn mun hjálpa til að varpa ljósi á helstu ástæður myglu og þar með er hægt að koma með lausnir við þessu aðkallandi vandamáli. Lausnir á borð við betri fræðslu, bætt regluverk við eftirlit nýbygginga, ný/önnur byggingarefni, aðrar byggingaraðferðir og aðgerðaáætlanir.
Gagnagrunnurinn getur haldið utan um tölfræðilegar upplýsingar á borð við:
- Byggingarefni fasteignar.
- Í hvaða byggingarefni og hvar rakaskemmdir/myglan er greind.
- Helstu orsakir myglu og rakaskemmda.
- Hvaða byggingarefni eru í mestri hættu á að mynda myglu/raka.
- Í hvaða byggingarefnum myndast eitruðustu myglutegundirnar.
- Byggingaraldur fasteignar við greiningar myglu.
- Fjöldi rýma sem rakaskemmdir/mygla greinist í.
- Tegund fasteignar og rýma sem þar sem mygla greinist.
- Áætlað fjárhagslegt tjón af völdum rakaskemmda/myglu sem sýnir fjárhagslega stærð vandans.
- Stuðlað að betri fræðslu efni til hagaðila varðandi raka/myglu á íslandi.
- Var fasteignin viðbjarganleg eða ekki?
- Tölulega greiningu og tölfræði um tegundir myglusveppa og rakaskemmda.
Gagnagrunnurinn mun eflast og veita betri sýn á vandamálið eftir því sem fleiri mál verða skráð í hann. Með því að hafa sterkan gagnagrunn sem tekur sem getur þróast og eflst með tíð og tíma getum við komist skrefinu lengra í að berjast við þennan vá gest sem myglan er og þar af leiðandi bjargað húsnæði og heilsu fólks.



