Fyrsta hampsteypuhúsið á Íslandi og framtíð iðnaðarhamps í mannvirkjagerð

Askur - mannvirkjarannsóknarsjóður

Fyrsta hampsteypuhúsið á Íslandi og framtíð iðnaðarhamps í mannvirkjagerð

- Askur - mannvirkjarannsóknarsjóður
Fyrsta hampsteypuhúsið á Íslandi og framtíð iðnaðarhamps í mannvirkjagerð

Askur - mannvirkjarannsóknarsjóður

Fyrsta hampsteypuhúsið á Íslandi og framtíð iðnaðarhamps í mannvirkjagerð

- Askur - mannvirkjarannsóknarsjóður

Anna Kristín Karlsdóttir, Jan Dobrowolski, Paul Lukas Smelt, Hermann Smelt

Fyrsta hampsteypuhúsið á Íslandi og framtíð iðnaðarhamps í mannvirkjagerð

Fyrsta hampsteypuhúsið á Íslandi og framtíð iðnaðarhamps í mannvirkjagerð

Lokaskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð

Kynning á verkefninu

Kynningarglærur

Kynning á verkefninu

Kynning Paul Lukas Smelt og Hermanns Smelt á Nýsköpunarvikunni 2022 (kynningin hefst eftir 35 mínútur)

Kynning á verkefninu

Umfjöllun RÚV um fyrsta hamsteypuhúsið á Íslandi

Fyrsta hamp­steypu­hús­ið á Ís­landi og fram­tíð iðn­að­ar­hamps í mann­virkja­gerð

BioBuilding er margþætt langtíma þróunarverkefni, lykilhluti verkefnisins í tengslum við styrk frá Aski er að athuga hvernig hampsteypa bregst við sem útveggur í húsbyggingu. Það er hlutverk Frumgerðar 01 sem reis sumarið 2023. Byggingin var hönnuð af styrkþegum, burðarþolshönnun var í höndum Mannvits og sáu smiðir um smíðina. Frumgerðin er 15 fermetra tilraunasmáhýsi þar sem notast var við staðbundin byggingarefni eins og hægt var. Ekki var hægt að hafa húsið stærra en smáhýsi vegna ákvæða í byggingarreglugerð.

Verkefnið er unnið í beinu framhaldi af styrk frá Aski sem verkefnið hlaut 2022, þetta er því framhaldsstyrkur. Styrkirnir nýtast til byggingar tilraunahýsisins en það er nauðsynlegt til að hægt sé að rannsaka hampsteypu sem byggingarefni á Íslandi. Það verður gert m.a. með því að mæla yfir árstímabil hvernig hampsteypa bregst við sem útveggur við íslenskar veðuraðstæðum. Styrkir þessir lögðu þannig grundvöll fyrir prófanir á hampsteypu við raunverulegar aðstæður í íslensku veðurumhverfi.

Markmið verkefnisins og framtíðarsýn er umhverfisvænn og sjálfbær byggingariðnaður. Reynslunni sem öðlast verður miðlað til annarra til að hvetja til þeirra umbreytinga í byggingariðnaðnum sem nauðsynleg eru. Verkefni þetta mun þannig leggja grunninn að því að mögulegt verði að nýta íslenskan hamp sem byggingarefni í íslenskum byggingariðnaði og auðvelda aðgengi að innlendum byggingarefnum.

Verkefnið hefur auk þess hlotið styrki frá Hönnunarsjóð, Rannís Tækniþróunarsjóð, Rannís Loftslagssjóð, Frumkvöðlasjóð Íslandsbanka og Svanna.