Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Dagsbirta í íbúðabyggð við íslenskar aðstæður
- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Dagsbirta í íbúðabyggð við íslenskar aðstæður
- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Bjarki Gunnar Halldórsson, Gunnþóra Ólafsdóttir, Örn Erlendsson
Dagsbirta í íbúðabyggð við íslenskar aðstæður
Dagsbirta í íbúðabyggð við íslenskar aðstæður
Lokaskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð
Dagsbirta í íbúðabyggð við íslenskar aðstæður
Markmið rannsóknaverkefnisins var fjórþætt: (1) að vekja athygli á því hvernig skipulag og arkitektúr hefur áhrif á dagsbirtugæði við íslenskar aðstæður og þróun þess á 100 ára skipulagstíma Reykjavíkur; (2) að gera grein fyrir mikilvægi dagsbirtunnar fyrir heilsu og vellíðan íbúa; (3) að rannsaka núverandi dagsbirtuskilyrði á völdum stöðum innan höfuðborgarsvæðisins og þátt borgarskipulags og hönnunar í því; og (4) að meta í ljósi niðurstaðna orsök og afleiðingar ólíkra dagsbirtugæða á lífvænleika innan svæðanna. Framkvæmd var tilviksrannsókn á dagsbirtuskilyrðum þar sem 6 ólíkir íbúðareitir á höfuðborgarsvæðinu sem þóttu áhugaverðir í ljósi aldurs og áherslna voru skoðaðir og bornir saman með blandaðri aðferð (e. mixed-methods approach) í formi vettvangskannanna, skuggavarpsgreininga og nákvæmum útreikningum á birtuskilyrðum á hverju svæði fyrir sig. Rannsóknin byggðist upp af mælingum og útreikningum á aðgengi birtu sólar á svæðunum. Reiknað var magn sólargeisla með klukkustundamillibili í tíu klukkustundir samfleytt við jafndægur að vori og hausti, og á sumarsólstöðum og vetrarsólstöðum. Fjölþætt greining og samanburður leiddi síðan í ljós þær niðurstöður að: a) áhrif skipulagsákvarðana er gífurlegt ef móta á gott dagsbirtuumhverfi; b) ef skipulag byggir á randbyggð yfir tvær hæðir, er nauðsynlegt að gera sérstakar ráðstafanir til að opna fyrir aðkomu sólarljóss; c) stærstu áhrif skuggavarps eru áhrif hæðar húsa í hlutfalli við breidd götu og garðrýmis en einnig lengd óslitinna byggingamassa o.fl.; og d) það eru margar leiðir til að mæta þeim áskorunum sem íslenskar birtuaðsæður gefa mótun þéttbýlis og mikilvæt að nýta þær til betra umhverfis.



