Cubit Building Company

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Cubit Building Company

- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Cubit Building Company

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Cubit Building Company

- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Gautur Þorsteinsson, Aðalsteinn Snorrason, Cubit Building Company

Cubit Building Company

Cubit Building Company

Lokaskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð

Cubit Building Company

Vefsíða verkefnisins er cubithouse.com

Cubit Build­ing Company

Kynnt var húsbyggingaraðferð sem byggðist á stöðluðum rýmiseiningum, sem raða mátti saman að vild. Grunnhugmyndin var að lengd byggingareininganna er alltaf margfeldi af breidd þeirra. Með því að byggja einingar á þessari hugmynd voru ekki takmarkanir á því hvernig einingum var raðað saman.

Hugmyndin að baki verkefninu var að framleiða byggingareiningar úr stöðluðum grunneiningum sem voru fullbúin rými og mátti snúa og tengja saman á alla vegu, bæði lárétt og lóðrétt. Með þessu móti var hægt að byggja hús með fjölbreyttu formi, bæði að grunnfleti og hæð. Veigamikið atriði var að stærð byggingareininganna væri þannig að þær mátti flytja á þjóðvegum án þess að sérstakra leyfa væri þörf. Samsetning eininga var síðan gerð á staðlaðan hátt á byggingarstað. Vegna staðlaðra festinga milli eininga voru viðbætur við hús mögulegar og á sama hátt var mögulegt að losa húseiningar, eina eða fleiri af undirstöðum og flytja á nýjan stað eða selja á eftirmarkaði til endurnýtingar.