2023
CE-merkingar fyrir viðarvinnslur

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

2023

CE-merkingar fyrir viðarvinnslur

- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
CE-merkingar fyrir viðarvinnslur

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

CE-merkingar fyrir viðarvinnslur

- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Hlynur Gauti Sigurðsson, Eiríkur Þorsteinsson, Jóhann Gísli Jóhannsson, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Brynjólfur Jónsson

CE-merkingar fyrir viðarvinnslur

Yfirlit

CE-merkingar fyrir viðarvinnslur

Lokaskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð

CE-merkingar fyrir viðarvinnslur

Kynning

CE-merk­ing­ar fyr­ir við­ar­vinnsl­ur

Við upphaf verkefnisins var spurt viðeigandi spurninga. Vitum við til hvers við stundum nytjaskógrækt? Hvernig er þekking Íslendinga á timburgæðum í dag? Erum við algjörir nýgræðingar?

Fyrst er að framleiða tré og í það miklu magni að þekking skógræktar glatist ekki á fáum áratugum. Næst er að auka skógræktar og í framhaldinu viðhalda þekkingu innan menntakerfisins svo smiðir og handleiksfólk hafi gott timbur til afnota í ókoma tíð. Þar kemur að mikilvægi þessa verkefnis, verkefnis í læsi á gæði timburs.

Í meginatriðum snerist verkefnið um eftirfarandi liði:

  1. Undirbúning og samræming
  2. Samtal við faggildingaraðila og eftirfylgd með innleiðingu vottunaraðila
  3. Viðræður við fyrirtæki, aðgreind
  4. Að fenginni þátttöku fyrirtækjanna var fundað með faggildingaraðila/vottunaraðila
  5. Loks skyldi heimsækja fyrirtækin og ákveða úttektir og frágang á gagna
  6. Samræmisyfirlýsingar og CE-vottorð um framleiðslustýringu í verksmiðju undirritaðar
  7. Nú gátu þau fyrirtæki unnið sínar vörur og vottað með CE-merkingum.

Verkefnið var þá á þeim stað að undirbúningi var lokið, þ.e. liðum 1–4. Áður en kom að næsta lið var kennt námskeið í flokkun á timbri fyrir forsvarsmenn og starfsmenn viðarvinnslu/fyrirtækja. Það námskeið var í meðförum IÐAN fræðsluseturs og var ráðgert að því yrði lokið með prófi fyrir þátttakendur, sem þess óskuðu, í febrúarmánuði 2025.

Sóttar voru upplýsingar til fyrirtækja í Svíþjóð eða Danmörku sem voru með sambærilega stóra framleiðslu. Fyrirtækin sem ætluðu að taka þátt í verkefninu voru heimsótt og farið yfir þau gögn sem þau þurftu að leggja fram þegar Norðmennirnir kæmu og tækju út fyrirtækin. Á fagráðstefnunni 26. mars var haldinn fyrirlestur um CE-merkinguna og þau fyrirtæki sem tóku þátt voru kynnt. Norðmennirnir komu í lok ágúst eða byrjun september, þar með lauk verkefninu.