Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Bætt vistvæni steinsteypu með minna sementi
- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Bætt vistvæni steinsteypu með minna sementi
- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Gísli Guðmundsson
Bætt vistvæni steinsteypu með minna sementi
Bætt vistvæni steinsteypu með minna sementi
Lokaskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð (fyrra styrkár)
Bætt vistvæni steinsteypu með minna sementi
Lokaskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð (seinna styrkár)
Bætt vistvæni steinsteypu með minna sementi
Kynning á Nýsköpunarvikunni 2021
Bætt vistvæni steinsteypu með minna sementi
Tæknileg lokaskýrsla (1. hluti)
Bætt vistvæni steinsteypu með minna sementi
Tæknileg lokaskýrsla (2. hluti)
Bætt vistvæni steinsteypu með minna sementi
Tæknileg lokaskýrsla (3. hluti)
Bætt vistvæni steinsteypu með minna sementi
Tæknileg lokaskýrsla (heild)
Bætt vistvæni steinsteypu með minna sementi
Innlegg í Rb-leiðbeiningablað
Bætt vistvæni steinsteypu með minna sementi
Markmiðið var að minnka sementsmagn í steypu en nota í staðinn mismunandi íauka, en það var nauðsynlegt af tæknilegum ástæðum. Þar með var hægt að draga úr losun CO2 í byggingariðnaði, en sementsframleiðsla losar mikið CO2.
Byggingarreglugerð kveður á um að sementsmagn í útisteypu skuli vera a.m.k. 300 kg/m3 , og í útisteypu sem verður fyrir miklum veðrunaráhrifum a.m.k. 350 kg/m3 . Markmið þessa verkefnis var að rannsaka hvort og hversu mikið megi draga úr sementsmagni í steypu, án þess að skerða eiginleika (styrk og endingu) hennar. Í þessu sambandi mátti benda á að á rannsóknartíma stóð yfir regluleg endurskoðun á byggingarreglugerð, m.a. m.t.t. sementsmagns, frostþolsprófana á steypu með flugöskusementi og hvort leyfa ætti virknistuðla og gildi fyrir þá. Steypa með flugöskusementi stóðst yfirleitt ekki frost/þíðu-prófun eins og hún var skilgreind í byggingarreglugerð.
Ef draga átti úr sementsmagni í steypu án þess að skerða eiginleika hennar, þurfti rúmmálshluti sementsefju að haldast óbreyttur. Það mátti gera með því að bæta sementsminnkunina upp með fínmöluðum íauka. Íaukann þurfti að mala a.m.k. niður í sömu kornastærð og sement.
Rannsóknarspurningarnar sem settar voru fram vorutvær, annars vegar hversu mikið var hægt að minnka sementsmagn í steypu og nota íauka í staðinn, án þess að skerða gæði steypunnar og endingu, og svo hins vegar hversu mikið lækkaði kolefnisspor slíkrar steypu. Árangur verkefnisins var metinn út frá svörunum. Lokaafurð verkefnisins var endingargóð C30 steypa með um 160 kg af sementi og um kg af íauka, í stað um 320 kg af sementi í m3 steypu.



