AlSiment umhverfisvænt sementslaust steinlím

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

AlSiment umhverfisvænt sementslaust steinlím

- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
AlSiment umhverfisvænt sementslaust steinlím

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

AlSiment umhverfisvænt sementslaust steinlím

- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Sunna Ólafsdóttir Wallevik, Gerosion ehf

AlSiment umhverfisvænt sementslaust steinlím

AlSiment umhverfisvænt sementslaust steinlím

Lokaskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð (ár 1)

AlSiment umhverfisvænt sementslaust steinlím

Viðtal við Sunnu Ólafsdóttur Wallevik (Iceland monitor/mbl.is)

AlSiment umhverfisvænt sementslaust steinlím

Viðtal við Sunnu Ólafsdóttur Wallevik (Krakkarúv)

AlSi­ment um­hverf­is­vænt sem­ents­laust stein­lím

Markmið verkefnisins var að koma á markað íslensku umhverfisvænu sementslausu AlSiment steinlími sem þjónar sama tilgangi og sement. AlSiment er ólífrænt bindiefni byggt á geopolymer tækni, en umhverfisáhrif þess eru í kringum 70% lægri en sements (framleiðsla á tonni af sementi losar u.þ.b. tonn af CO2). AlSiment getur þannig verið mikilvægur þáttur í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, þar sem Ísland flytur inn til landsins um 200.000 tonn af sementi árlega, auk þess sem við þurfum að flytja inn allt sement til landsins með tilheyrandi CO2 losun. Gerosion framkvæmdi stórskala tilraunaframleiðslu á steinlíminu í TÞS verkefninu "Binding úrgangsefna með umhverfisvænu sementslausu steinlími" sem vakti mikla athygli hjá iðnaðinum, þar sem þetta var fyrsta notkun á geopolymer sementslausu bindiefni utan tilraunastofu á Íslandi. Stefnir Gerosion á að viðhalda forskotinu með því að þróa tvær AlSiment bindiefnategundir úr íslenskum hráefnum, eina fyrir byggingariðnað og eina fyrir kögglun hráefna í orkufrekum iðnaði. Fyrir hvert prósent af sementi sem er skipt út fyrir AlSiment er hægt að draga úr CO2 losun Íslendinga um 1400 tonn. Möguleg áhrif verkefnisins á losun gróðurhúsalofttegunda eru því töluverð með því að draga verulega úr bæði umhverfisfótspori byggingariðnaðarins og stóriðjunnar. Í dag er venjulegt Portlandsement mest notaða hráefnið á jörðinni en 4,3 milljarðar tonna eru framleidd af því árlega. Mikill ókostur er að við framleiðslu þess losnar tæplega tonn af CO2 út í andrúmsloftið fyrir hvert tonn af framleiddu sementi, þar af er tæplega helmingur vegna brennslu jarðefnaeldsneytis. Samkvæmt fjölmörgum LCA greiningum hefur því verið reiknað út að steypuiðnaðurinn svarar nú til u.þ.b. 10% af allri CO2 losun af manna völdum í öllum heiminum, og þar af eru allt að 6–8% beint frá sementsframleiðslunni. Eru þetta gríðarlega háar tölur fyrir bara einn iðnað, en byggingariðnaðurinn er stærsti iðnaður margra landa, þ.á.m. stærsti iðnaður Íslands.