15. desember 2025
17. nóvember 2025
Útköllum slökkviliða fækkaði á þriðja ársfjórðungi 2025
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Slökkvilið landsins sinntu alls 691 útköllum á þriðja ársfjórðungi 2025. Þar af voru 64 vegna umferðarslysa, þar sem 15 einstaklingar voru fastklemmdir. Þetta kemur fram í gögnum útkallsskýrslugrunns slökkviliða, sem HMS hefur unnið tölfræðiupplýsingar úr á tímabilinu.
Slökkviliðin sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum þegar kemur að slökkvi- og björgunarþjónustu sveitarfélaga. Meðal lögbundinna verkefna þeirra eru forvanir, eldvarnaeftirlit, slökkvistarf, reykköfun og björgun á fastklemmdu fólki til dæmis vegna umferðaslysa. Flest slökkvilið sinna einnig öðrum verkefnum eins og sjúkraflutningum, slökkvitækjaþjónustu og björgunarstörfum.
Aukning í bílbrunum seinustu ár
Á þriðja ársfjórðungi 2025 bárust 32 útkall vegna bílbruna og hafa slík útköll farið fjölgandi síðustu ár. Alls voru þau 116 árið 2023 og 99 árið 2024 en hafa ber í huga að ekki er tekið tillit til fjölda bifreiða á landinu. Á fyrstu þremur ársfjórðungum 2025 hafa verið 71 útkall.
Fækkun umferðaslysa þar sem slökkvilið er kallað til aðstoðar
Slökkviliðin fóru í 64 útköll vegna umferðarslysa sem er fækkun frá seinustu árum og hefur fjöldi útkalla ekki verið lægra á þriðja ársfjórðungi síðan 2020.
Slökkviliðin sinntu einnig 97 útköllum vegna vatnstjóna og 44 útköllum vegna aðstoðar við sjúkrabíl. Þá voru 18 útköll þar sem einstaklingur var í neyð og viðkomandi bjargað.
Útköll vegna flugelda
Um síðustu áramót var 50% hækkun í útköllum vegna flugelda ef horft er til síðustu tveggja ára á undan. Þar má helst horfa til tvöföldunar á útköllum vegna elds utan bygginga. Var bróðurpartur þessara útkalla vegna elda sem voru í gámum, ruslatunnum og álíka stöðum. Vill HMS koma því á framfæri fyrir komandi áramót að fólk tryggi vel að slökkt sé í flugeldum áður en þeim er hent, einnig að fylgt sé leiðbeiningum um notkun til að tryggja öryggi þeirra sem á horfa.
HMS sinnir öflugu fræðslu og forvarnarstarfi á sviði brunavarna. Á vefnum Vertu eldklár má nálgast forvarnar- og fræðsluefni varðandi brunavarnir heimilisins.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS






