12. desember 2025
26. nóvember 2025
Staðlar í byggðu umhverfi - viskan í staðlinum
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Grænni Byggð og Staðlaráð Íslands sameinuðu krafta sína til að efla sjálfbæran byggingariðnað og héldu morgunfund nýverið þar sem fjallað var um mikilvægi staðla sem forsendu sjálfbærrar mannvirkjagerðar.
Á morgunfundinum fjallaði Helga Sigrún Harðardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands um mikilvægi staðla í byggðu umhverfi. Hún útskýrði hlutverk Staðlaráðs sem staðfestir, gefur út og selur íslenska staðla, auk þess að veita ráðgjöf. Staðlar eru skjöl með kröfum eða leiðbeiningum sem byggja á rannsóknum og þekkingu. Þeir eru oft valkvæðir en geta verið hluti af regluverki, t.d. Byggingareglugerð. Ávinningur staðlanotkunar er aukið öryggi, samanburðarhæfni og traust. Og rannsókn sýnir að staðlanotkun skilar 3,4 milljörðum í landsframleiðslu og 1,6 milljörðum í auknum útflutningi árlega.
Byggingastaðlaráð er fagstaðlaráð undi Staðlaráði og stýrir uppfærslu íslenskra þjóðarviðauka við 58 Eurocode-þolhönnunarstaðla sem eru skyldubundnir í byggingareglugerð. Undir Byggingastaðlaráði starfar spegilnefnd á sviði framleiðslu og notkunar steinsteypu. Verið er að stofna nýja spegilnefnd um sjálfbærni í mannvirkjagerð sem fylgist með evróvsku tækninefndinni CEN TC 350. Með þátttöku í spegilnefndum er hægt að hafa áhrif á staðla og fylgjast með þróun í Evrópu. Undir CEN TC 350 eru vinnuhópar um hringrás, umhverfisárangur, stafræna umbreytingu og endurbætur, og þegar hafa verið gerðir ýmsir staðlar í þessum vinnuhópum m.a. um samræmt mat á umhverfisáhrifum.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS



