5. apríl 2024

Slökkvilið landsins sinntu 683 útköllum á fyrsta ársfjórðungi 2024 

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Alls sinntu slökkvilið landsins 683 útköllum á fyrsta ársfjórðungi 2024, en 31 útkall var vegna elds sem grunur er á að hafi orðið til vegna íkveikju. Þetta er á meðal þess sem kemur fram útkallsskýrslugrunni slökkviliða, sem HMS hefur unnið tölfræðiupplýsingar úr, fyrir fyrsta ársfjórðung 2024. 

Slökkvilið landsins sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum þegar kemur að slökkvi- og björgunarþjónustu sveitarfélaga. Dæmi um verkefni sem eru lögbundin eru m.a. slökkvistarf og reykköfun, björgun á fastklemmdu fólki t.d. vegna umferðarslysa, eldvarnareftirlits og forvarnir. Flest slökkvilið sinna einnig öðrum verkefnum, t.d. sjúkraflutningum, slökkvitækjaþjónustu og björgunarstörfum.  

Útkallsskýrslugrunnur slökkviliða inniheldur upplýsingar um þau verkefni sem slökkviliðin sinna og eru þær upplýsingar nýttar til tölfræðilegrar úrvinnslu. HMS hefur tekið saman tölfræði slökkviliða úr grunninum fyrir fyrsta ársfjórðung 2024. 

Íkveikja hugs­an­leg í 31 út­kalli 

Á fyrsta ársfjórðungi 2024 hafa slökkvilið landsins farið í 683 útköll. Af þeim eru 278 útköll vegna elds og þar af er 31 tilfelli þar sem orsök er talin vera íkveikja. Á meðal verkefna slökkviliða voru 92 útköll vegna vatnstjóns og 25 útköll vegna viðvörunarkerfa þar sem ekki var eldur. Slökkviliðin hafa sinnt 13 útköllum á fyrsta ársfjórðungi 2024 þar sem manneskja hefur verið í neyð.  

Út­köll vegna gróð­ur­elda eft­ir árs­fjórð­ung­um

Slökkviliðin hafa farið í 11 útköll vegna gróðurelda en alls voru þau útköll 106 á árinu 2023. Á grafinu hér fyrir neðan má sjá hvernig útköllin skiptast á ársfjórðunga.  

Um­ferð­ar­slys færri en fyrr í vet­ur 

Á fyrsta ársfjórðungi árið 2024 hefur komið 81 útkall vegna umferðarslysa en alls var 371 útkall vegna umferðarslysa á árinu 2023. Útköllum fjölgaði töluvert á þriðja og fjórða ársfjórðungi árið 2023 miðað við fyrsta og annan fjórðung og síðan fækkar aftur tilfellum á fyrsta ársfjórðungi 2024. 

Á fyrsta ársfjórðungi árið 2024 hefur komið 21 útkall vegna bílbruna en alls voru þau 112 talsins á árinu 2023. Fjöldi útkalla vegna bílbruna er svipaður og á sama ársfjórðungi í fyrra, en töluvert minni en á miðju síðasta ári.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS