27. nóvember 2025

Myglusveppir í híbýlum – Vaxtarferill og áhrif á gæði innilofts

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS hefur endurvakið útgáfu á svonefndum Rb-blöðum, sem eru tækni- og leiðbeiningablöð um mannvirkjagerð. Viðfangsefni Rb-blaða hafa verið fjölbreytt í gegnum tíðina. Í tilefni útgáfu nýrra blaða endurútgefur HMS eldri blöð í lok hvers mánaðar sem tengjast málefnum líðandi stundar.

Rb-blað mánaðarins fjallar í þetta skiptið um myglusveppi í híbýlum, vaxtarferil og áhrif á gæði innilofts.

Blaðið var gefið út í júní 2021 og fjallar um vaxtarferli algengustu myglusveppa í híbýlum og áhrifum þeirra á gæði innilofts og heilsu fólks.

Rb-blað mánaðarins

Myglusveppir eru alls staðar í vistkerfinu og gegna veigamiklu hlutverki í náttúrunni við niðurbrot á lífrænum efnum og eins og gróðurleifum. Þeir eru hluti af umhverfi okkar.

Til að dafna, þurfa myglusveppir hagstætt samspil hitastigs, næringar, raka og tíma.

Séu aðstæður réttar geta myglusveppir vaxið inn í lífræn (t.d. timbur) sem ólífræn efni (t.d. steypu, múr og vikur).

Vöxtur myglu og örvera í mannvirkjum getur valdið skemmdum og þar heilsufarstjóni fyrir íbúa og tilheyrandi kostnaði.

Mikið er unnið með því að þekkja til helstu myglusveppa, við hvaða aðstæður þeir dafna og bregðast við á réttan hátt.

Sem dæmi er mikilvægt að fylgjast með svæðum þar sem rakaálag er mikið. Þar á meðal má nefna gluggakarma, sturturými, salernisskálar, gólfniðurföll, skúffuna í þvottavélinni, svæðið þar sem innveggur mætir útvegg og þak.

Öll útgefin Rb-leiðbeiningarblöð

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS