21. ágúst 2025

Brunavarnir og öryggi til framtíðar, ráðstefna 4. september

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Fimm ár eru liðin frá eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg þar sem veikleikar í kerfum og regluverki komu skýrt í ljós. Í kjölfarið hófst víðtæk umbótavinna þar sem stofnanir og atvinnulíf tóku höndum saman með það markmið að efla öryggi og bæta eftirlit.

Af því tilefni standa Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Samtök iðnaðarins sameiginlega að ráðstefnunni

,,Brunavarnir og öryggi til framtíðar“

Á ráðstefnunni verður farið yfir helstu lærdóma síðustu fimm ára, hvaða breytingar hafa orðið á regluverki, ábyrgðarskiptingu og framtíðaráskoranir í brunavörnum.

Meðal spurninga sem leitast verður við að svara:

  • Hvernig stöndum við á Íslandi þegar kemur að brunavörnum?
  • Hvert er umfang bruna og brunatjóna hér á landi?
  • Hvaða tækifæri eru til að gera betur á þessu sviði?

Ráðstefnan fer fram fimmtudaginn 4. september kl. 9:00–10:30 í salnum Háteig á 4. hæð Grand Hótel Reykjavík. Léttar morgunveitingar verða í boði frá kl. 8:30.

Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða:

  • Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra
  • Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra
  • Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og framkvæmdastjóri Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins - Hvað ef ég hefði…? - Samfélagsleg ábyrgð okkar allra
  • Regína Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri brunavarna- og markaðseftirlitssviðs HMS - Bræðraborgarstígur fimm árum síðar - frá harmleik til umbóta.
  • Aleksandra Leonardsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ.
  • Birgir Viðarsson, framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar hjá Sjóvá.‍‍‍
  • Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs HMS - Brunabótamat - öryggi almennings vegna fjárhagslegs tjóns af völdum bruna.
  • Guðni I. Pálsson, brunahönnuður hjá COWI, Brunahönnun bygginga - lærdómur, áskoranir og tækifæri 
  • Fundarstjóri: Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF

Skráning hér fyrir neðan:

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS