9. desember 2025
24. nóvember 2025
Burður kynntur fyrir Mannvirkjasviði SI
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Fimmtudaginn 20. nóvember síðastliðinn kynntu fulltrúar HMS Burð – samstarfsvettvang um mannvirkjarannsóknir og prófanir og nýútgefna stöðuskýrslu um rannsóknarþörf í húsnæðis og mannvirkjagerð fyrir Mannvirkjasvið Samtaka iðnaðarins.
Kynningunni var jafnframt miðlað í streymi svo félagsfólk SI gæti fylgst með.
Að kynningu lokinni var haldin stutt vinnustofa þar sem þátttakendum gafst tækifæri til að forgangsraða þeim áhersluþáttum sem fram koma í skýrslunni um rannsóknaþörf í húsnæðis og mannvirkjagerð. Teknir voru fyrir fyrstu þrír yfirflokkar skýrslunnar og kusu þátttakendur m.a. hvaða flokkur ætti að hljóta forgang í áframhaldandi vinnu.
Fjölmargar gagnlegar ábendingar komu fram á fundinum en um mikið hagsmunamál er að ræða og því er mikilvægt að vel takist til og að sátt ríki um verkefnin sem eru framundan.
Á vinnustofunni var lögð áhersla á:
- Byggð mannvirki
- Viðhald og endurbætur
- Byggingavörur, byggingahluta og byggingaaðferðir m.t.t. íslenskra umhverfisaðstæðna.
- Fræðsluþarfar nýliða og starffólks almennt
Dæmi um sjónarmið sem komu fram frá fundargestum:
Rannsóknarþörfin í dag er ekki tæmandi yfirlit eða forgangsröðun rannsóknaþarfar í íslenskri húsnæðis- og mannvirkjagerð heldur gefur hún mynd af stöðunni eins og hún er í dag.
Einnig var horft til fræðsluþarfar nýliða í mannvirkjagerð og starfsfólks almennt, enda hefur uppbygging þekkingar og hæfni á öllum stigum fagfólks mikil áhrif á gæði mannvirkja til framtíðar.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS







