12. desember 2025
19. nóvember 2025
Burður kynntur fyrir konum í mannvirkjagerð
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tók á móti góðum hópi kvenna úr samtökunum Konur í mannvirkjaiðnaði (KÍM) í Borgartúni 21 þann 18. nóvember síðastliðinn. Innan samtakanna KÍM eru konur sem starfa eða hafa starfað í byggingariðnaði og/eða mannvirkjagerð. Samtökin eru einnig fyrir konur sem tengjast byggingargeiranum á einhvern hátt.
Á fundinum var farið yfir helstu verkefni HMS um þessar mundir, það er nýjungar í starfsemi stofnunarinnar og þróun í byggingargeiranum. Meðal umfjöllunarefna voru mannvirkjaskrá, breytingar á byggingarreglugerð, sjálfbærni, þróun í byggingareftirlit og Burður, samstarfsvettvangur um mannvirkjarannsóknir og prófanir.
Stemningin var afar jákvæð og lifandi samtal myndaðist um framangreind verkefni.
HMS þakkar KÍM innilega fyrir komuna og hlakkar til áframhaldandi góðs samstarfs. Það að eiga samtal og samstarf við sem flesta sem láta sig mannvirkjagerð varða er einn af lykilþáttum í starfsemi stofnunarinnar.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS


