17
mar.

Mánaðarskýrsla hagdeildar HMS fyrir mars 2022

Mánaðarskýrsla hagdeildar HMS fyrir mars 2022

  • Rétt tæplega 40% íbúða á landinu öllu seldust yfir ásettu verði í janúar sl. Þar af seldust um 44,9% íbúða höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði og hefur það hlutfall aldrei mælst hærra.
  • Meðalsölutími íbúða í janúar sl. lengdist nokkuð á höfuðborgarsvæðinu í janúar en hann mældist 43,9 dagar samanborið við 40,8 daga í desember og 36,8 daga í október.
  • Samkvæmt vísitölu paraðra viðskipta hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu nam 12 mánaða hækkun íbúðaverðs að jafnaði um 21,9% í janúar en þar af hækkaði sérbýli um 27,4% en fjölbýli um 21,5%.
  • Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,1% á milli mánaða miðað við vísitölu leiguverðs í janúar sl.
  • Leiguverð er nú um 31,2% hærra en það var árið 2015 á höfuðborgarsvæðinu sé miðað við fast verðlag.
  • Hlutfall leigjenda í vanskilum lækkaði töluvert á síðasta ári en það var um 5,7% samanborið við 8,4% árið 2020.

Framboð íbúða til sölu stöðugt á milli mánaða

Enn virðist nokkur eftirspurnarþrýstingur á íbúðamarkaði í janúar. Áhrif af 0,75 prósentustiga stýrivaxtahækkunum í fyrri hluta febrúar munu hins vegar ekki koma fram í opinberum tölum strax og því er of snemmt að segja til um hvort að þau muni draga úr eftirspurn.

Viðskipti með íbúðarhúsnæði dróst verulega saman á milli mánaða og voru aðeins 724 á landinu öllu í janúar sl. sem er 32% minna en í desember. Sé hins vegar horft á árstíðarleiðréttar tölur var samdrátturinn mun minni eða 11,2%.

Framboð íbúða til sölu hefur haldist nokkuð stöðugt undanfarinn mánuð eftir mikinn samdrátt í nær tvö ár þar á undan. Í byrjun mars voru 983 íbúðir til sölu á landinu öllu samanborið við 1.017 í byrjun febrúar. Í lok febrúar fór framboðið í fyrsta sinn undir 1.000 íbúðir en í mars í fyrra fór það í fyrsta sinn niður fyrir 2.000 íbúðir. Framboð íbúða er því enn með lægsta móti.

Hér er þó um ofmat á framboði að ræða því um þriðjungur allra íbúða til sölu á höfuðborgarsvæðinu eru nú þegar komnar í fjármögnunarferli samkvæmt textalýsingum auglýsinga.

Vextir á óverðtryggðum lánum hafa hækkað en lækkað á verðtryggðum

Nú hafa bæði bankar og ýmsir lífeyrissjóðir brugðist við stýrivaxtahækkunum Seðlabankans frá því í byrjun febrúar. Vextir á óverðtryggðum lánum hafa hækkað nokkuð frá því í byrjun febrúar. Allir bankarnir hækkuðu breytilega óverðtryggða vexti um 0,5 prósentustig og fastir vextir hækkuðu um 0,35 prósentustig hjá Landsbankanum en 0,45 prósentustig hjá Arion og Íslandsbanka.

Greiðslubyrði á óverðtryggðum lánum til 40 ára eru nú um 45.300 kr. á mánuði á hverjar 10 milljónir sem teknar eru að láni miðað við lægstu vexti hjá bönkunum. Fyrir ári síðan var hún um 37.300 kr. á mánuði.

Mánaðarskýrsluna í heild sinni má nálgast hér:

https://hms.is/media/11620/hms_manadarskyrsla_mars2022.pdf

Nánari upplýsingar veitir Kári S Friðriksson, hagfræðingur HMS, í síma 693 5934

Getum við aðstoðað?

Getum við aðstoðað?

Hringdu og fáðu beint samband við þjónustufulltrúa í síma 440 6400 eða sendu okkur tölvupóst á netfangið hms@hms.is

Opnunartími þjónustuvers
Mánudaga til fimmtudag: 09:00 - 16:00
Föstudaga frá kl: 09:00 - 14:00

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Borgartúni 21, 105 Rvk
Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki
kt. 581219-1480