26
okt.

Bruni í liþíum jóna rafhlöðum.

Undanfarið hafa verið í fréttum brunar í rafhlöðum rafhlaupahjóla. Svo virðist sem bæði hafi kviknað í rafhlöðu í hleðslu og annarri sem ekki var í hleðslu. Þessar fréttir bætast við eldri fréttir af brunum og jafnvel sprengingum í rafhlöðum ýmissa tækja, s.s. farsíma, rafretta, spjaldtölva og svifbretta. 

Ofangreind tæki og fleiri nota liþíum jóna rafhlöður (Li-ion) sem orkugjafa. Þessi gerð af rafhlöðu er valin til notkunar í tækjum vegna ótvíræðra kosta sem hún hefur, en hún hefur einnig nokkra ókosti og því þarf að hafa varann á við meðferð þessara tækja/rafhlaða. 

Um liþíum jóna rafhlöður (Li-ion). 

Kostir: 

 • Auðvelt að hlaða við lágan straum  
 • Eru léttar og geyma mikla orku 
 • Halda orku mjög vel 
 • Þola margar hleðslur og afhleðslur 
 • Þarf ekki að afhlaða alveg fyrir hleðslu 

Ókostir: 

 • Eru viðkvæmar fyrir höggum 
 • Eru viðkvæmar fyrir frosti og háum hita 
 • Þurfa vandaða rafrás til að stýra straumi og spennu
 • Geta gefið frá sér brennanlegar lofttegundir 
 • Geta brunnið og jafnvel sprungið, t.d. vegna skammhlaups í rafrás 
 • Getur verið erfitt að slökkva eld í þeim  

 Nokkur ráð um hleðslu tækja með liþíum rafhlöður 

 • Ekki hlaða þegar allir eru sofandi eða enginn til staðar 
 • Notið hleðslubúnað sem fylgir tækjunum eða er sérstaklega ætlaður þeim 
 • Látið rafhlöðuna og hleðslutækið vera á flötu óbrennanlegu undirlagi 
 • Passið að ekki séu brennanleg efni nálægt 
 • Breiðið ekki yfir hleðslubúnaðinn eða rafhlöðuna
 • Hlaðið í rými þar sem reykskynjari er til staðar
 • Hafið rafhlöðuna ekki í frosti eða miklum hita við hleðslu
 • Hlaðið aldrei skemmda rafhlöðu  

Skemmdir á liþíumrafhlöðum geta valdið eldsvoða jafnvel þó þær sé ekki í hleðslu. Skiptið án tafar út skemmdum rafhlöðum. 

 

Getum við aðstoðað?

Getum við aðstoðað?

Hringdu og fáðu beint samband við þjónustufulltrúa í síma 440 6400 eða sendu okkur tölvupóst á netfangið hms@hms.is

Opnunartími þjónustuvers
Mánudaga til fimmtudag: 09:00 - 16:00
Föstudaga frá kl: 09:00 - 14:00

Frá og með 1. desember n.k. verður þjónustutími HMS 9.00 – 16.00 mánudag til fimmtudags og frá 9.00 – 14.00 á föstudögum. Markmið breytinganna er að bæta gæði þjónustu með lengri þjónustutíma mánudag til fimmtudags og um leið að auka sveigjanleika starfsmanna með styttri vinnutíma á föstudögum. Breytingin er liður í umbótaverkefni hins opinbera um styttingu vinnuviku.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Borgartúni 21, 105 Rvk
Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki
kt. 581219-1480