20. mars 2024

Leiguvísitalan hækkar um 1,5 prósent á milli mánaða

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Vísitala leiguverðs var 107,5 í febrúar 2024 og hækkaði hún um 1,5 prósent á milli mánaða. Á ársgrundvelli hefur vísitalan hækkað um 10,1 prósent frá því í maí í fyrra og er sú hækkun umfram vísitölu íbúðaverðs og verðbólgu.

Þróun leiguvísitölunnar frá maímánuði 2023 má sjá á mynd hér að neðan.

Í janúar síðastliðnum tók HMS nýja vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu í notkun, en fyrsti útreikningur hennar miðast við maí 2023 og er gildi hennar þá 100.  Vísitalan, sem sjá má á mynd hér að ofan, sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Stuðst er við leigusamninga síðastliðinna tveggja mánaða við útreikning vísitölunnar.

Frá maí síðastliðnum hefur vísitalan hækkað um 7,5 prósent, sem samsvarar 10,1 prósenta hækkun á ársgrundvelli. Til samanburðar mælist tólf mánaða hækkun nýrrar vísitölu íbúðaverðs 5,6 prósent í febrúar, auk þess sem verðbólgan mældist í 6,6 prósentum.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS